Jákvæðar breytingar á gjaldþrotalögum fyrirhugaðar

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, segir boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á gjaldþrotalögum jákvætt. Frumvarpið auðveldi fólki að komast aftur af stað eftir gjaldþrot og hvetji fólk til þátttöku í atvinnulífinu. Það hafi hins vegar í för með sér að þeir sem láni peninga verði að fara varlegar og gera meiri greinarmun á áhættu en nú. Vilhjálmur segir jafnframt að frumvarpið muni hafa þau áhrif að ásóknin í neðanjarðarhagkerfið minnki en þeir sem hafi orðið gjaldþrota á Íslandi hafi oft ekki átt neitt annað athvarf en að leita þangað.

Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöld.

Sjá nánar:

Horfa á frétt RÚV 19. 10. 2010