Vinnumarkaður - 

08. janúar 2009

Jafnréttisþing haldið á Hilton Nordica

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Jafnréttisþing haldið á Hilton Nordica

Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings föstudaginn 16. janúar næstkomandi að Hilton Reykjavík Nordica frá klukkan 9 til 17. Á jafnréttisþinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem launajafnrétti kynjanna, kynbundið ofbeldi, jafnrétti í atvinnulífi, karla og jafnrétti og jafnréttisstarf í skólum.

Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings föstudaginn 16. janúar næstkomandi að Hilton Reykjavík Nordica frá klukkan 9 til 17. Á jafnréttisþinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem launajafnrétti kynjanna, kynbundið ofbeldi, jafnrétti í atvinnulífi, karla og jafnrétti og jafnréttisstarf í skólum.

Meðal þátttakenda er Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur SA.  

Á þinginu verða drög að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt, en tilgangur þess er meðal annars að gefa almenningi og fulltrúum stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka kost á að skila inn hugmyndum og ábendingum vegna framkvæmdaáætlunarinnar.

Dagskrá þingsins er birt á vef félagsmálaráðuneytis þar sem skráning fer jafnframt fram.

Samtök atvinnulífsins