Jafnréttisþing föstudaginn 1. nóvember

Samtök atvinnulífsins taka þátt í Jafnréttisþingi sem fram fer föstudaginn 1. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð boða til þingsins en hlutverk þess er að efna til umræðna um málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum. Fjallað verður um fjölmargar hliðar jafnréttismála en megináhersla þingsins að þessu sinni er á jafnrétti á vinnumarkaði. 

Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá jafnréttisþings 

Skráning á þingið