Vinnumarkaður - 

26. maí 2006

Jafnréttiskennitala

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Jafnréttiskennitala

Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst hefur birt upplýsingar um jafnrétti í 100 stærstu fyrirtækjunum (miðað við veltu) hér á landi fyrir árið 2005. Fram kemur m.a. að konur skipuðu 12% stjórnarsæta, og að 5% stjórnarformanna og 10,5% æðstu stjórnenda fyrirtækjanna voru konur. Í 5% fyrirtækjanna voru konur í 50% stjórnarsæta eða meira. SA eru meðal styrktaraðila verkefnisins, en niðurstöður þess er að finna á vef Viðskiptaháskólans á Bifröst.

Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst hefur birt upplýsingar um jafnrétti í 100 stærstu fyrirtækjunum (miðað við veltu) hér á landi fyrir árið 2005. Fram kemur m.a. að konur skipuðu 12% stjórnarsæta, og  að 5% stjórnarformanna og 10,5% æðstu stjórnenda fyrirtækjanna voru konur. Í 5% fyrirtækjanna voru konur í 50% stjórnarsæta eða meira. SA eru meðal styrktaraðila verkefnisins, en niðurstöður þess er að finna á vef Viðskiptaháskólans á Bifröst.

Samtök atvinnulífsins