Efnahagsmál - 

08. Oktober 2014

Íslenskur sjávarútvegur skilar miklu til þjóðfélagsins

Greining

Greining

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Íslenskur sjávarútvegur skilar miklu til þjóðfélagsins

Í nýrri greiningu efnahagssviðs SA kemur fram að íslenskur sjávarútvegur greiddi um þriðjung af hagnaði sínum til ríkisins á árinu 2013 á meðan aðrar atvinnugreinar greiddu almennt um 20%. Íslenskur sjávarútvegur nýtur sérstöðu á alþjóðavettvangi því það er nánast ófrávíkjanleg regla að sjávarútvegur njóti ríkisstyrkja annars staðar. Ísland er eina landið innan OECD þar sem skattar á sjávarútveg eru meiri en ríkisstyrkir. Þetta kom m.a. fram í máli ÓIafs Garðars Halldórssonar, hagfræðings, sem kynnti niðurstöðurnar á Sjávarútvegsdeginum sem fór fram í Hörpu í morgun. Hann benti t.d. á að sjávarútvegsstyrkir alls í heiminum hafa verið metnir um 35 milljarðar Bandaríkjadala, þar af tæpir 9 milljarðar í Evrópu.

Í nýrri greiningu efnahagssviðs SA kemur fram að íslenskur sjávarútvegur greiddi um þriðjung af hagnaði sínum til ríkisins á árinu 2013 á meðan aðrar atvinnugreinar greiddu almennt um 20%. Íslenskur sjávarútvegur nýtur sérstöðu á alþjóðavettvangi því það er nánast ófrávíkjanleg regla að sjávarútvegur njóti ríkisstyrkja annars staðar. Ísland er eina landið innan OECD þar sem skattar á sjávarútveg eru meiri en ríkisstyrkir. Þetta kom m.a. fram í máli ÓIafs Garðars Halldórssonar, hagfræðings, sem kynnti niðurstöðurnar á Sjávarútvegsdeginum sem fór fram í Hörpu í morgun. Hann benti t.d. á að sjávarútvegsstyrkir alls í heiminum hafa verið metnir um 35 milljarðar Bandaríkjadala, þar af tæpir 9 milljarðar í Evrópu.

O1.jpg

Sérstakt veiðigjald hefur aukið skattbyrði sjávarútvegsins verulega en veiðigjöld voru yfir 6% af heildaraflaverðmæti á árunum 2012 og 2013 eftir að sérstaka veiðigjaldið var lagt á. Þetta er umtalsverð hækkun en fyrir þann tíma var veiðigjaldið oftast í kringum 1% af heildaraflaverðmæti.

Ólafur benti á að  færa megi rök fyrir því að fyrirtæki sem nýti sameiginlegar auðlindir greiði fyrir aðganginn en gæta þurfi jafnræðis á milli atvinnugreina og að sannarlega sé verið að skattleggja fyrir notkun á auðlindum.

O2.jpg

 „Önnur leið til að horfa á þetta er misíþyngjandi skattbyrði milli atvinnugreina á Íslandi. Sjávarútvegur og stóru viðskiptabankarnir greiddu um þriðjung af hagnaði sínum til ríkisins á árinu 2013 á meðan aðrar atvinnugreinar greiddu 20%,“ sagði Ólafur eins og sjá má glöggt á meðfylgjandi mynd.

O3.jpg

Fjárfestingar í sjávarútvegi hafa ekki verið nægjanlegar á undanförnum árum en Ólafur segir fyrirtækin hafa lagt kapp á að greiða niður skuldir sem hækkuðu mikið við fall krónunnar í kjölfar hrunsins.

„Uppsöfnuð fjárfestingarþörf í sjávarútvegi er umtalsverð og er skipaflotinn að miklu leyti úr sér genginn,“ sagði Ólafur og undirstrikaði að sátt þurfi að ríkja um framkvæmd og umfang skattheimtu á sjávarútveginn og hún þurfi að vera fyrirsjáanleg, gagnsæ og skilvirk. Mikilvægt sé að eyða óvissu sem ríkt hafi um álagningu veiðigjalda. Ef það verði ekki geti neikvæð áhrif á fjárfestingar og hagræðingu í greininni dregið úr framleiðni og skert lífskjör.

Sjá nánar:

Greining efnahagssviðs SA: Styrk stoð í atvinnulífinu

Tengt efni: 

Framleiðni í sjávarútvegi hátt í tvöfaldast frá árinu 1997

Samtök atvinnulífsins