Vinnumarkaður - 

12. júní 2008

Íslenskir feður taka þýska karla í nefið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Íslenskir feður taka þýska karla í nefið

Fréttir berast nú frá Þýskalandi um að feðraorlof njóti mikilla vinsælda meðal þýskra karlmanna. Á fréttavef mbl.is má t.d. lesa að 18,5% þýskra karlmanna óski eftir að taka feðraorlof eftir að breytingar voru gerðar á lögum um feðraorlof í Þýskalandi fyrir 18 mánuðum, en þýskir feður fá tvo þriðju hluta launa greidd í feðraorlofi. Þjóðverjarnir standa þó íslenskum karlmönnum langt að baki því 90% íslenskra karlmanna fara í feðraorlof við fæðingu barns og mun það vera ótvírætt heimsmet.

Fréttir berast nú frá Þýskalandi um að feðraorlof njóti mikilla vinsælda meðal þýskra karlmanna. Á fréttavef  mbl.is má t.d. lesa að 18,5% þýskra karlmanna óski eftir að taka feðraorlof eftir að breytingar voru gerðar á lögum um feðraorlof í Þýskalandi fyrir 18 mánuðum, en þýskir feður fá tvo þriðju hluta launa greidd í feðraorlofi. Þjóðverjarnir standa þó íslenskum karlmönnum langt að baki því 90% íslenskra karlmanna fara í feðraorlof við fæðingu barns og mun það vera ótvírætt heimsmet.

Ástæða þess að Þjóðverjar breyttu lögum sínum um feðraorlof er sú að kanslari Þýskalands, Angela Merkel, vill auka fæðingartíðni í landinu en hún er meðal þess lægsta sem þekkist í Evrópu. Einnig að auðvelda foreldrum að samtvinna fjölskyldu og starfsframa. Í umfjöllun Financial Times síðastliðið haust var þýsku ríkisstjórninni bent á að svarið við vandamálum þeirra væri að finna á Íslandi þar sem staða jafnréttismála væri góð og Íslendingar gætu orðið Þjóðverjum fyrirmynd í þeim efnum.

Sjá nánar:

Frétt mbl.is um feðraorlof í Þýskalandi

Frétt SA um umfjöllun Financial Times

Samtök atvinnulífsins