Íslenskir aðilar geta notað .eu

Með tveimur reglugerðum, annarri frá 2002 og hinni frá 28. apríl sl., hefur framkvæmdastjórn ESB framfylgt ákvörðun ráðherraráðsins um sameiginlega ESB vefslóð, "punktur EU". Gert er ráð fyrir að einstaklingar, samtök og fyrirtæki geti sótt um og fengið veffang á innri markaðinum. Afgreiðsla leyfa verður í höndum stofnanna eða fyrirtækja innan hvers aðildarríkis en val á þeim stendur yfir. Samkvæmt reglugerðunum munu þær gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu þannig að íslenskum aðilum gefst færi á vef- og póstfangi með .eu, kjósi þeir svo. Hvorki verður mögulegt að panta né festa sér póstfang fyrr en ferillinn allur hefur verið staðfestur. Ríkisstjórnir og stofnanir munu fá heimild til að taka frá vefföng sem teljast mikilvæg eða sérstaklega táknræn, annar verður reglan fyrstir koma fyrstir fá.

Tillaga UNICE fyrir frumkvæði SA

Það var fyrir frumkvæði Samtaka atvinnulífsins sem UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, lögðu til að reglugerðirnar tækju til EES í heild. Íslensk stjórnvöld hafa jafnframt beitt sér fyrir því á vettvangi EFTA. 

Sjá nánar á vef ESB.