Íslensk fyrirtæki dugleg að veita styrki
Um þrjú af hverjum fjórum íslenskum fyrirtækjum styðja líknarmál, íþróttafélög eða menningarstarfsemi, eða 73%. Hlutfallið er það þriðja hæsta af öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins og EFTA. Hæst er það í Finnlandi, 83%, og næsthæst í Danmörku, 74%. Að meðaltali er hlutfallið 49% í ríkjunum 19, lægst í Frakklandi, 32%.
Hlutfallið trúlega hærra hér
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fyrirtækjastefnu. Könnunin snýr að þremur flokkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Of litlar upplýsingar bárust úr flokki stærstu fyrirtækjanna á Íslandi, með 50-249 starfsmenn, til að þær yrðu hafðar með í meðaltalinu. Ætla má þó að þau fyrirtæki séu með hærra hlutfall en þau smærri og heildarhlutfallið því í raun hærra fyrir Ísland. Tölurnar fyrir Ísland voru fengnar hjá Þjóðhagsstofnun.
Hlutfall fyrirtækja sem styrkja líknarmál, íþróttafélög eða menningarstarfsemi:
Finnland |
83 |
Danmörk |
74 |
Ísland |
73 |
Liechtenstein |
71 |
Noregur |
68 |
Austurríki |
68 |
Holland |
66 |
Portúgal |
66 |
Írland |
64 |
Svíþjóð |
63 |
Belgía |
61 |
Sviss |
60 |
Lúxemborg |
60 |
Þýskaland |
54 |
Ítalía |
47 |
Bretland |
46 |
Spánn |
46 |
Frakkland |
32 |
Meðaltal |
49 |
Sjá nánar í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB (pdf-skjal, sjá bls.
20).