Efnahagsmál - 

10. október 2002

Íslensk fyrirtæki dugleg að veita styrki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Íslensk fyrirtæki dugleg að veita styrki

Um þrjú af hverjum fjórum íslenskum fyrirtækjum styðja líknarmál, íþróttafélög eða menningarstarfsemi, eða 73%. Hlutfallið er það þriðja hæsta af öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins og EFTA. Hæst er það í Finnlandi, 83%, og næsthæst í Danmörku, 74%. Að meðaltali er hlutfallið 49% í ríkjunum 19, lægst í Frakklandi, 32%.

Um þrjú af hverjum fjórum íslenskum fyrirtækjum styðja líknarmál, íþróttafélög eða menningarstarfsemi, eða 73%. Hlutfallið er það þriðja hæsta af öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins og EFTA. Hæst er það í Finnlandi, 83%, og næsthæst í Danmörku, 74%. Að meðaltali er hlutfallið 49% í ríkjunum 19, lægst í Frakklandi, 32%.

Hlutfallið trúlega hærra hér

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fyrirtækjastefnu. Könnunin snýr að þremur flokkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Of litlar upplýsingar bárust úr flokki stærstu fyrirtækjanna á Íslandi, með 50-249 starfsmenn, til að þær yrðu hafðar með í meðaltalinu. Ætla má þó að þau fyrirtæki séu með hærra hlutfall en þau smærri og heildarhlutfallið því í raun hærra fyrir Ísland. Tölurnar fyrir Ísland voru fengnar hjá Þjóðhagsstofnun.

Hlutfall fyrirtækja sem styrkja líknarmál, íþróttafélög eða menningarstarfsemi:


Finnland

83

Danmörk

74

Ísland

73

Liechtenstein

71

Noregur

68

Austurríki

68

Holland

66

Portúgal

66

Írland

64

Svíþjóð

63

Belgía

61

Sviss

60

Lúxemborg

60

Þýskaland

54

Ítalía

47

Bretland

46

Spánn

46

Frakkland

32

Meðaltal

49




Sjá nánar í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB (pdf-skjal, sjá bls. 20).

Samtök atvinnulífsins