Fréttir - 

19. október 2016

Íslendingar segja atvinnurekstur undirstöðu velferðar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Íslendingar segja atvinnurekstur undirstöðu velferðar

Ný könnun Gallup sýnir að nærri níu af hverjum tíu Íslendingum eru sammála því að atvinnurekstur sé undirstaða velferðar í samfélaginu. Könnunin var gerð fyrir Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, en niðurstöðurnar voru kynntar á opnum umræðufundi SA og VÍ í Hörpu með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna.

Ný könnun Gallup sýnir að nærri níu af hverjum tíu Íslendingum eru sammála því að atvinnurekstur sé undirstaða velferðar í samfélaginu. Könnunin var gerð fyrir Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, en niðurstöðurnar voru kynntar á opnum umræðufundi SA og VÍ í Hörpu með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna.

Eins telja níu af hverjum tíu að stjórnvöld eigi að stuðla að hagstæðu rekstrarumhverfi fyrirtækja og tveir af hverjum þremur eru ósammála því að stjórnmálamenn eigi að beita sér í málefnum einstakra fyrirtækja.

Um 84% Íslendinga telja að það sé ábatasamt fyrir samfélagið að fyrirtæki skili hagnaði og þrír af hverjum fjórum telja að aukinn hagnaður fyrirtækja sé jákvæður fyrir samfélagið.

Landsmenn treysta íslenskum fyrirtækjum í auknum mæli en traust til þeirra hefur farið vaxandi á undanförnum árum og hefur ekki mælst hærra frá 2010. Þá bera fjórir af hverjum fimm traust til eigin vinnuveitanda - aðeins Landhelgisgæslan nýtur meira trausts á Íslandi í dag.

Sjá einnig í meðfylgjandi innslagi – smellið á myndina til að horfa.

undefined

 

Upptaka frá stjórnmálaumræðunum í Sjónvarpi atvinnulífsins

Um fund SA og VÍ: Hver bakar þjóðarkökuna?

Samtök atvinnulífsins