Efnahagsmál - 

12. nóvember 2004

Íslandi lýst sem efnahagslegri „vin“

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Íslandi lýst sem efnahagslegri „vin“

Árangur Íslands á sviði efnahagsmála er til umfjöllunar í grein á vef Svenkst Näringsliv, sænsku samtaka atvinnulífsins, og er landið sagt efnahagsleg "vin". Bent er á að Ísland sé hrjóstrugt land og landfræðilega einangrað. Frá árinu 1970 hafi Ísland hins vegar þokast úr 15. sæti í það 7. í "velferðar-deildinni", sem er listi OECD yfir landsframsleiðslu á hvern íbúa. Á sama tíma hafi Svíþjóð færst úr 4. sætinu í það 14.

Árangur Íslands á sviði efnahagsmála er til umfjöllunar í grein á vef Svenkst Näringsliv, sænsku samtaka atvinnulífsins, og er landið sagt efnahagsleg "vin". Bent er á að Ísland sé hrjóstrugt land og landfræðilega einangrað. Frá árinu 1970 hafi Ísland hins vegar þokast úr 15. sæti í það 7. í "velferðar-deildinni", sem er listi OECD yfir landsframsleiðslu á hvern íbúa. Á sama tíma hafi Svíþjóð færst úr 4. sætinu í það 14.

Stórkostlegur árangur

Í greinni er fjallað um mælda bjartsýni íslenskra fyrirtækja-stjórnenda um áframhaldandi mikinn hagvöxt, arðsemi og beinar erlendar fjárfestingar. Þá hafi hagvöxtur hérlendis verið með allra hæsta móti á síðasta áratug og hafi verið 4% á síðasta ári, þrátt fyrir lítinn hagvöxt víðast annars staðar. Atvinnuþátttakan sé hér með hæsta móti og atvinnuleysi lítið. Í stað þess að láta umheiminn leiða hagvöxtinn geri íslenska hagkerfið það sjálft. Þetta sé dæmi um stórkostlegan árangur, dæmi sem eigi að geta virkað sem hvatning á stjórnmálamenn í öðrum löndum.

Einkavæðing, skattalækkanir...

Fjallað er um hvernig ríkisstjórnir undir forystu Davíðs Oddssonar hafi stuðlað ýmsum umbótum í átt til aukins frelsins og markaðslausna. Til dæmis hafi tekjuskattur fyrirtækja verið lækkaður úr 50 í 18% og ríkisbankarnir verið einkavæddir. Útrás KB banka er nefnd sem dæmi um hvernig frjáls samkeppni og einkarekstur stuðla að aukinni velferð. Þá er fjallað um kvótakerfið sem dæmi um hvernig markaðslausnir stuðli að framförum.

Markaðslausnir

Að lokum segir í greininni að heimurinn geymi mörg dæmi um það hvaða leiðir megi fara til að auka velferð. Eistland, Slóvakía, Ísland og Írland eru nefnd. Umbætur þær sem heppnast hafi vel hafi byggst á sams konar markaðslausnum sem gildi án tillits til tíma, lands eða heimshluta.

Sjá greinina á vef Svenskt Näringsliv.

Samtök atvinnulífsins