Samkeppnishæfni - 

01. febrúar 2008

Ísland og innri markaður Evrópu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ísland og innri markaður Evrópu

Utanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um helstu málefni á vettvangi ESB og EFTA sem talið er að muni hafa áhrif hér á landi. Í skýrslunni er fjallað um fjölmörg mál sem geta haft áhrif á atvinnulíf og fyrirtæki á næstu árum, auk þess sem fjallað er almennt um þróun innri markaðarins. Sérstaklega er fjallað um málefni siglinga og sjávar, umhverfismál, orkumál, póstmál, veðlánastarfsemi og neytendamál.

Utanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um helstu málefni á vettvangi ESB og EFTA sem talið er að muni hafa áhrif hér á landi. Í skýrslunni er fjallað um fjölmörg mál sem geta haft áhrif á atvinnulíf og fyrirtæki á næstu árum, auk þess sem fjallað er almennt um þróun innri markaðarins. Sérstaklega er fjallað um málefni siglinga og sjávar, umhverfismál, orkumál, póstmál, veðlánastarfsemi og neytendamál.

Þá er fjallað um málefni EFTA, s.s. frjálsa för fólks, nýja efnalöggjöf ESB (REACH) lyfjamál, þjónustu og viðskipti. Mikill fengur er að skýrslunni en ætlunin er að hún verði gefin út árlega héðan í frá.

Sjá nánar á vef Alþingis

Samtök atvinnulífsins