1 MIN
Ísland færist ofar í samkeppnismati
Ísland er í 16. sæti á lista yfir 75 ríki þar sem lagt er mat á samkeppnishæfni þeirra, en var í 23. sæti í fyrra (sjá töflu hér að neðan). Listinn er byggður á úttekt Alþjóða efnahagsstofnunarinnar (The World Economic Forum) í Davos í Sviss, í samvinnu við Harvard-háskóla. Þróun ýmissa efnahagsstærða er metin samhliða huglægu mati stjórnenda fyrirtækja. Meðal þeirra sem eru ofar Íslandi í samanburðinum eru hin Norðurlöndin, Bandaríkin, Bretland, Írland og Holland. Samtök atvinnulífsins hafa aðstoðað við öflun gagna í skýrsluna fyrir Ísland.
Ísland er í 16. sæti á lista yfir 75 ríki þar sem lagt er mat á samkeppnishæfni þeirra, en var í 23. sæti í fyrra (sjá töflu hér að neðan). Listinn er byggður á úttekt Alþjóða efnahagsstofnunarinnar (The World Economic Forum) í Davos í Sviss, í samvinnu við Harvard-háskóla. Þróun ýmissa efnahagsstærða er metin samhliða huglægu mati stjórnenda fyrirtækja. Meðal þeirra sem eru ofar Íslandi í samanburðinum eru hin Norðurlöndin, Bandaríkin, Bretland, Írland og Holland. Samtök atvinnulífsins hafa aðstoðað við öflun gagna í skýrsluna fyrir Ísland.
Tveir kvarðar
  Síðustu tvö árin hefur skýrslan reyndar mælt  samkeppnishæfni samkvæmt tveimur kvörðum. Annars vegar þeim  hefðbundna sem mælir hagvaxtarhorfur fyrir næstu fimm árin (Growth  Competitiveness Ranking). Þar er Ísland sem fyrr segir í 16. sæti  en var í því 23. í fyrra, líkt og sjá má á töflunni hér fyrir  neðan. Hinn kvarðinn sem kynntur var til sögunnar í fyrra mælir  samkeppnishæfni fyrst og fremst út frá grundvelli verðmætasköpunar,  sem einkum snýr að núverandi nýtingu hagkerfisins á fjármagni,  vinnuafli og náttúruauðlindum (Current Competitiveness Index  Ranking). Þar mælist Ísland einnig í 16. sæti, og hefur hækkað um  eitt sæti frá fyrra ári, úr því 17. Á báðum kvörðum er Finnland í  efsta sæti og Bandaríkin í öðru.
Styrkur og veikleiki Íslands
  Niðurstöðurnar fyrir Ísland eru breytilegar, en víðast  hvar er Ísland þó að hækka í samanburðinum. Þannig er Ísland í  fremsta flokki hvað varðar hagnýtingu upplýsingatækni og skilvirkni  stjórnsýslu, en í 34. sæti þegar horft er til efnahagslegs  umhverfis almennt (svo sem efnahagslegs stöðugleika og hlutfalls  opinberra útgjalda af vergri landsframleiðslu) og í 67. sæti hvað  snertir þjóðhagslegan sparnað. Ísland er ásamt Noregi og Írlandi  sérstaklega nefnt sem dæmi um land þar sem efnahagsumsvifin eru  meiri en hagkerfið standi undir til lengdar, og þar sem erfitt geti  reynst að viðhalda núverandi árangri. Loks hefur Ísland bæst í hóp  þeirra ríkja þar sem flest ný einkaleyfi eru skráð á ári miðað við  fjölda íbúa, ásamt með Írlandi, Hong Kong, Kóreu, Singapore og  Taiwan.
Fleiri ríki í ár
  Í ár tekur skýrslan til 75 ríkja, en 17 ríki bættust í  hópinn frá fyrra ári. Eistland er hæst þeirra á listanum yfir  samkeppnishæfni, í 29. sæti, og því hafa þau ekki áhrif á samanburð  á stöðu Íslands milli ára.
Samkeppnishæfni ríkja
(mat á forsendum framtíðarhagvaxtar)
   
| 2001 | 2000 | |
|    Finnland  |      1  |      5  |   
|    Bandaríkin  |      2  |      1  |   
|    Kanada  |      3  |      6  |   
|    Singapore  |      4  |      2  |   
|    Ástralía  |      5  |      11  |   
|    Noregur  |      6  |      15  |   
|    Taiwan  |      7  |      10  |   
|    Holland  |      8  |      3  |   
|    Svíþjóð  |      9  |      12  |   
|    Nýja Sjáland  |      10  |      19  |   
|    Írland  |      11  |      4  |   
|    Bretland  |      12  |      8  |   
|    Hong Kong  |      13  |      7  |   
|    Danmörk  |      14  |      13  |   
|    Sviss  |      15  |      9  |   
| ÍSLAND | 16 | 23 | 
|    Þýskaland  |      17  |      14  |   
|    Austurríki  |      18  |      17  |   
|    Belgía  |      19  |      16  |   
|    Frakkland  |      20  |      21  |   
|    Japan  |      21  |      20  |   
|    Spánn  |      22  |      26  |   
|    Kórea  |      23  |      28  |   
|    Ísrael  |      24  |      18  |   
|    Portúgal  |      25  |      22  |   
|    Ítalía  |      26  |      29  |   
|    Chile  |      27  |      27  |   
|    Ungverjaland  |      28  |      25  |   
|    Eistland  |      29  |      nýtt inn  |   
|    Malasía  |      30  |      24  |   
|    Slóvenía  |      31  |      nýtt inn  |   
|    Mauritus  |      32  |      35  |   
|    Tæland  |      33  |      30  |   
|    Suður-Afríka  |      34  |      32  |   
|    Costa Rica  |      35  |      37  |   
|    Grikkland  |      36  |      33  |   
|    Tékkland  |      37  |      31  |   
|    Trinidad og Tobago  |      38  |      nýtt inn  |   
|    Kína  |      39  |      40  |   
|    Slóvakía  |      40  |      38  |   
|    Pólland  |      41  |      34  |   
|    Mexíkó  |      42  |      42  |   
|    Litháen  |      43  |      nýtt inn  |   
|    Brasilía  |      44  |      45  |   
|    Jórdanía  |      45  |      46  |   
|    Uruguay  |      46  |      nýtt inn  |   
|    Lettland  |      47  |      nýtt inn  |   
|    Filippseyjar  |      48  |      36  |   
|    Argentína  |      49  |      44  |   
|    Dóminíska lýðveldið  |      50  |      nýtt inn  |   
|    Egyptaland  |      51  |      41  |   
|    Jamaica  |      52  |      nýtt inn  |   
|    Panama  |      53  |      nýtt inn  |   
|    Tyrkland  |      54  |      39  |   
|    Perú  |      55  |      47  |   
|    Rúmenía  |      56  |      nýtt inn  |   
|    Indland  |      57  |      48  |   
|    El Salvador  |      58  |      49  |   
|    Búlgaría  |      59  |      57  |   
|    Víetnam  |      60  |      52  |   
|    Sri Lanka  |      61  |      nýtt inn  |   
|    Venesúela  |      62  |      53  |   
|    Rússland  |      63  |      54  |   
|    Indónesía  |      64  |      43  |   
|    Kólombía  |      65  |      51  |   
|    Guatemala  |      66  |      nýtt inn  |   
|    Bólivía  |      67  |      50  |   
|    Ekvador  |      68  |      58  |   
|    Úkraína  |      69  |      56  |   
|    Hondúras  |      70  |      nýtt inn  |   
|    Bangladesh  |      71  |      nýtt inn  |   
|    Paraguay  |      72  |      nýtt inn  |   
|    Nicaragua  |      73  |      nýtt inn  |   
|    Nígería  |      74  |      nýtt inn  |   
|    Zimbabwe  |      75  |      55  |