Vinnumarkaður - 

09. september 2010

Ísland á eftir í menntamálum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ísland á eftir í menntamálum

OECD hefur birt árlega skýrslu sína um menntun (e. Education at a glance). Í henni er að finna tölulegan samanburð á flestu því sem viðkemur menntun í aðildarríkjunum, m.a. fjölda á skólastigum, kostnað, menntun kennara, laun og fjölda erlendra stúdenta. Tölurnar sem nú birtast eru frá 2008. Fram kemur að menntunarstig hér á landi er að hækka, en að talsvert er í land að ná samsvarandi árangri og nágrannalöndin. Átak þarf til að ná markmiði sem sett var í kjarasamningum 2008 um að árið 2020 verði ekki meira en 10% fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar.

OECD hefur birt árlega skýrslu sína um menntun (e. Education at a glance). Í henni er að finna tölulegan samanburð á flestu því sem viðkemur menntun í aðildarríkjunum, m.a. fjölda á skólastigum, kostnað, menntun kennara, laun og fjölda erlendra stúdenta. Tölurnar sem nú birtast eru frá 2008. Fram kemur að menntunarstig hér á landi er að hækka, en að talsvert er í land að ná samsvarandi árangri og nágrannalöndin. Átak þarf til að ná markmiði sem sett var í kjarasamningum 2008 um að árið 2020 verði ekki meira en 10% fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar.

Á myndinni er borið saman hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi á Norðurlöndunum á undangengu 10 ára tímabili.

Smelltu til að stækka


Æ fleiri ljúka hins vegar námi úr háskólum. Ísland er í þessu yfir meðallagi OECD en hlutfallið er þó lægra en hjá Norðurlandaþjóðunum.

Smelltu til að stækka


Þegar horft er til þess hve margir hætta námi á framhaldsskólastigi er oft haft á orði að þetta sé að breytast - yngri kynslóðin sé að mennta sig, örar þjóðfélagsbreytingar hafi orðið á undanförnum áratugum, þannig að menntun eldra fólks skekki myndina. Á mynd 3 sést að þetta er ef til vill hluti af skýringunni en skýrir ekki allt. Hér eru skoðaðir aldurshópar sem lokið hafa framhaldsskólanámi á Norðurlöndunum. Menntunarstig er hér lægra í öllum aldurshópum og því miður virðist ætla að verða þar framhald á, 80% í aldurshópnum 25-35 ára á Norðurlöndum hefur lokið framhaldsskóla en innan við 70% hér.

Smelltu til að stækka

Það er ekki bara að mælt menntunarstig sé hér lægra heldur gengur hægt að bæta þar úr.

Aðilar vinnumarkaðarins láta sig menntamál miklu varða. Árið 2002 stofnuðu þeir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem haslað hefur sér völl sem samstarfsvettvangur um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði . Henni er ætlað stórt hlutverk í framkvæmd nýrra laga um framhaldsfræðslu sem taka gildi um næstu mánaðamót. Tölurnar í Education at a glance sýna ljóslega að þörf er þjóðarátaks sé það raunverulegur vilji að hér búi og starfi vel menntað fólk sem í krafti þekkingar sinnar eigi auðvelt með að aðlaga sig framförum í tækni og þeim breytingum sem þurfa að verða í íslensku atvinnulífi.

Sjá nánar:

Skýrsla OECD Education at a glance

Samtök atvinnulífsins