Samkeppnishæfni - 

13. nóvember 2013

Innflutningsbann á fersku kjöti andstætt EES-samningnum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Innflutningsbann á fersku kjöti andstætt EES-samningnum

Eftirlitsstofnun EFTA telur innflutningsbann stjórnvalda á fersku kjöti, mjólk og eggjum ganga gegn ákvæðum EES-samningsins. Fjallað er um málið á vef SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu en samtökin sedu þann 6. desember 2011 kvörtun á Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla.

Eftirlitsstofnun EFTA telur innflutningsbann stjórnvalda á fersku kjöti, mjólk og eggjum ganga gegn ákvæðum EES-samningsins. Fjallað er um málið á vef SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu en samtökin sedu þann 6. desember 2011 kvörtun á Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla.

Á vef SVÞ segir m.a.:

"Í október 2007 var tekin ákvörðun um innleiðingu reglugerðarinnar í EES-samninginn og á árunum 2008-2009 voru lögð fram lagafrumvörp vegna innleiðingar á umræddri reglugerð. Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður í samræmi við heilbrigðiskröfur EES-löggjafar. Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti og skal allt kjöt sem flutt er til landsins því vera frosið.

Töldu SVÞ bann þetta ganga gegn ákvæðum EES-samningsins varðandi frjálsa vöruflutninga. Þessu til viðbótar felur eftirlitskerfi hér á landi með innflutningi á kjöti í sér landamæraeftirlit sem er ekki í samræmi við löggjöf EES-samningsins. Að mati SVÞ hafði ekkert komið að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heilbrigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins. Þá hafa stjórnvöld ekki sýnt fram á með rökstuddum hætti að innlendum hagsmunum sé ógnað með innflutningi á fersku kjöti en samkvæmt matvælalöggjöf EES-samningsins eru ríkar kröfur gerðar til áhættumats og öryggis matvæla og hvílir rík ábyrgð á framleiðendum kjöts hvað þetta varðar. Þá skal áhættumat byggjast á fyrirliggjandi vísindalegum heimildum og skal framkvæmt á sjálfstæðan, hlutlausan og gagnsæjan hátt.

Eftir rannasókn sína á málinu hefur ESA nú komist að þeirri niðurstöðu að núgildandi löggjöf á Íslandi varðandi innflutning frá öðrum EES-ríkjum á fersku kjöti, unnum kjötvörum og á öðrum kjötvörum, er andstæð EES-samningnum. Er þetta er niðurstaða formlegs áminningarbréfs sem ESA sendi frá sér í dag. Bendir ESA á matvælalöggjöfin samræmir heilbrigðiseftirlit með dýrum innan EES og samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geta aðildarríki ekki stuðst við 13. gr. EES-samningsins er m.a. lýtur að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Þá telur ESA að íslenskar reglur séu ekki í samræmi við 18. gr. EES-samningsins, þar sem þær feli í sér óréttmætar viðskiptahindranir.

Með vísan til niðurstöðu sinnar hefur ESA því sent áðurnefnt áminningarbréf, sem er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls, á íslensk stjórnvöld vegna málsins. Að tveimur mánuðum liðnum getur svo ESA ákveðið að leggja fram rökstutt álit. Hafi viðkomandi ríki ekki gert viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við rökstudda álitinu innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins."

Samtök atvinnulífsins