Efnahagsmál - 

04. janúar 2010

Icesave-málinu ljúki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Icesave-málinu ljúki

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir mikilvægt að klára Icesave-málið og að forseti Íslands þurfi að taka ákvörðun um Icesave-lögin sem fyrst. Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að biðin megi ekki verða löng. "Einn dagur til eða frá, ég held að það sé ekki afdrifaríkt. Það er niðurstaðan sem skiptir mestu máli," segir Vilhjálmur. "Okkar afstaða hefur verið sú að það þurfi að klára þetta mál sem fyrst og snúa sér að öðru."

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir mikilvægt að klára Icesave-málið og að forseti Íslands þurfi að taka ákvörðun um Icesave-lögin sem fyrst. Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að biðin megi ekki verða löng. "Einn dagur til eða frá, ég held að það sé ekki afdrifaríkt. Það er niðurstaðan sem skiptir mestu máli," segir Vilhjálmur. "Okkar afstaða hefur verið sú að það þurfi að klára þetta mál sem fyrst og snúa sér að öðru." 

Vilhjálmur  segist vera þeirrar skoðunar að forsetinn eigi að skrifa undir. "Þetta er mál sem Alþingi er búið að samþykkja og ég hef ekki talið að forsetinn ætti að vera að grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi. Hvorki í þessu máli né öðru," segir Vilhjálmur.

Einnig var rætt við Vilhjálm um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 mánudaginn 4. janúar. Þar sagði hann mikilvægt að lögin nái fram að ganga. "Við teljum að herkostnaðurinn að því að bíða og reyna að ná betri samningi sé miklu meiri heldur en að það réttlæti hugsanlegan ávinning."

Vilhjálmur bendir einnig á að Bretar og Hollendingar hafi beitt sér gegn Íslendingum í aðdraganda málsins. "Við teljum að þeir muni að öllum líkindum taka á ný upp baráttu gegn okkur og þeir geta valdið okkur miklum skaða ef þeir beita sér í málinu."


 Sjá frétt Vísis 3. janúar 2010

Horfa á frétt Stöðvar 2, 4. janúar 2010

Samtök atvinnulífsins