Efnahagsmál - 

18. ágúst 2009

Icesave búið að tefja framþróun of lengi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Icesave búið að tefja framþróun of lengi

Icesave málið hefur tafið alla framþróun hér á landi of lengi og þess vegna þarf að ganga frá því sem fyrst. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Viðskiptablaðið. Aðspurður um þá fyrirvara sem fjárlaganefnd Alþingis setti á fyrirhuguðu lög um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins við Breta og Hollendinga segist Vilhjálmur vona að þeir verði til þess að málið klárist sem fyrst.

Icesave málið hefur tafið alla framþróun hér á landi of lengi og þess vegna þarf að ganga frá því sem fyrst. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Viðskiptablaðið. Aðspurður um þá fyrirvara sem fjárlaganefnd Alþingis setti á fyrirhuguðu lög um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins við Breta og Hollendinga segist Vilhjálmur vona að þeir verði til þess að málið klárist sem fyrst.

"Þetta hefur haft áhrif á svo margt, s.s. lánagreiðslur, lánshæfismat, endurfjármögnun bankakerfisins, fyrirhugaðar virkjanir og allt atvinnulífið í heild," segir Vilhjálmur en segist jafnframt vonast til þess að frágangaur málsins verði til þess að hjólin geti byrjað að snúast á ný.

Aðspurður um það hvort íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á greiðslum vegna Icesave reikninganna telur Vilhjálmur að þegar hafi komið pólitískt samkomulag um að við myndum greiða innistæður reikninganna. "Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða þetta út. Það gerðu þeir í þeirri trú að við myndum greiða," segir Vilhjálmur.

Sjá frétt Viðskiptablaðsins á vb.is

Samtök atvinnulífsins