Samkeppnishæfni - 

27. Janúar 2006

Í sátt við umhverfið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Í sátt við umhverfið

Ál er notað í bíla, flugvélar, byggingar, umbúðir, rafmagnstæki o.fl. tæki og neysluvörur sem við notum öll. Ál er bæði létt og endingargott og getur komið í stað þyngri og endingarverri efna og minnkað þannig umhverfisáhrif vörunnar. Dæmi er notkun áls í stað stáls við framleiðslu bíla, sem léttir þá og minnkar þannig umhverfisáhrif af útblæstri þeirra. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Bryndísar Skúladóttur, efnaverkfræðings hjá Samtökum iðnaðarins, á ráðstefnu SA, SI og Samorku - Orkulindinni Ísland.

Ál er notað í bíla, flugvélar, byggingar, umbúðir, rafmagnstæki o.fl. tæki og neysluvörur sem við notum öll. Ál er bæði létt og endingargott og getur komið í stað þyngri og endingarverri efna og minnkað þannig umhverfisáhrif vörunnar. Dæmi er notkun áls í stað stáls við framleiðslu bíla, sem léttir þá og minnkar þannig umhverfisáhrif af útblæstri þeirra. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Bryndísar Skúladóttur, efnaverkfræðings hjá Samtökum iðnaðarins, á ráðstefnu SA, SI og Samorku - Orkulindinni Ísland.

Endurvinnsla áls einföld og hagkvæm

Í máli Bryndísar kom fram að endurvinnsla áls krefst einungis um 5% þeirrar orku sem frumvinnsla þess krefst, en gæðin eru þau sömu. Mjög stór hluti álframleiðslunnar skilar sér aftur til endurvinnslu - t.d. um 80% af áldósum hérlendis - sem segir okkur að orkan sem sett er í framleiðsluna lifir lengur fyrir vikið.

Iðnaður með ríka umhverfisvitund

Bryndís fjallaði einnig um áherslu áliðnaðarins á hugmyndafræði hreinnar framleiðslutækni, umhverfisstjórnunar, visterilgreininga, umhverfisvísa og græns bókhalds. Ísal var fyrsta fyrirtækið hér á landi sem var vottað með umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001, Alcoa og Landsvirjun starfrækja svokallað sjálfbærniverkefni og áfram mætti telja. Þá hefur greinin fjárfest í mengunarvörnum og hreinni tækni og þannig hefur notkun á orku fyrir hvert tonn af framleiddu áli minnkað um 6% á síðustu 12 árum. Losun flúoríða hefur minnkað gríðarlega og er nánast hverfandi í nýjustu álverunum.

Endurnýjanlegar orkulindir

Losun gróðurhúsalofttegunda er allt að 5-6 sinnum meiri við framleiðslu áls með orku frá brennslu t.d. kola en þar sem nýtt er endurnýjanleg orka frá vatnsafli eða jarðvarma. Í því samhengi ættum við að virkja allt sem við getum að sögn Bryndísar. Hins vegar þurfi að huga að verndun landsvæða og hvatti Bryndís að lokum til framhalds við vinnu við skipulagningu á orkunýtingu og landnýtingu til lengri tíma.

Sjá glærur Bryndísar Skúladóttur.

Samtök atvinnulífsins