Efnahagsmál - 

11. apríl 2002

Í prinsippinu á móti ríkisábyrgðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Í prinsippinu á móti ríkisábyrgðum

Í samtali við DV í dag um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að samtökin séu í prinsippinu á móti ríkisábyrgðum. "Við teljum að hlutverk stjórnvalda sé að bæta almenn starfsskilyrði atvinnulífsins með almennum aðgerðum. Og það hafa verið stigin myndarleg skref í þá átt á undanförnum árum," segir Ari. "Við getum því ekki stutt þessa nálgun, þótt við teljum starfsemi þessa fyrirtækis mjög áhugaverða og mikilvæga og viljum veg þess sem mestan. Hér er fyrst og fremst um að ræða pólitíska ákvörðun um að veita einu fyrirtæki fyrirgreiðslu, sem sýnist fela í sér töluvert mikla áhættu, en á móti kemur að árangurinn getur orðið mjög mikill ef allt gengur eftir."

Í samtali við DV í dag um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar  segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að samtökin séu í prinsippinu á móti ríkisábyrgðum. "Við teljum að hlutverk stjórnvalda sé að bæta almenn starfsskilyrði atvinnulífsins með almennum aðgerðum. Og það hafa verið stigin myndarleg skref í þá átt á undanförnum árum," segir Ari. "Við getum því ekki stutt þessa nálgun, þótt við teljum starfsemi þessa fyrirtækis mjög áhugaverða og mikilvæga og viljum veg þess sem mestan. Hér er fyrst og fremst um að ræða pólitíska ákvörðun um að veita einu fyrirtæki fyrirgreiðslu, sem sýnist fela í sér töluvert mikla áhættu, en á móti kemur að árangurinn getur orðið mjög mikill ef allt gengur eftir."

Samtök atvinnulífsins