1 MIN
Í beinni: Ársfundur atvinnulífsins 2025
Ársfundur atvinnulífsins 2025 hefst kl. 15 í dag í Silfurbergi, Hörpu. Hægt er að fylgjast með beinu streymi í spilaranum hér fyrir ofan.
Ársfundurinn er stærsti árlegi viðburður Samtaka atvinnulífsins. Yfirskriftin í ár er Krafturinn sem knýr samfélagið, þar sem rýnt er í áhrif útflutnings á hagvöxt, samkeppnishæfni og verðmætasköpun – og hvernig fyrirtæki, stjórnvöld og hagsmunaaðilar geta eflt kraftinn saman.
Á dagskrá fundarins er:
- Ávarp frá Jóni Ólafi Halldórssyni, formanni SA.
- Ávarp frá Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands.
- Krafturinn sem knýr samfélagið, erindi frá Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA.
- Samræður á milli forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og Baltasars Kormáks, kvikmyndaleikstjóra. Kristjana Arnarsdóttir stýrir.
- Pallborðsumræður í umsjón Sigtryggs Magnasonar með Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra Íslands, Jóni Sigurðssyni, forstjóra Stoða, og Róberti Wessman, forstjóra Alvotech.
- The Outsider‘s Playbook: An Emerging Agenda for Export Brands. Fyrirlestur George Bryant, alþjóðlegs sköpunarstjóra hjá Golin.