Efnahagsmál - 

05. September 2011

Hvert stefnir Evrópa? Opinn fundur SA og SI föstudaginn 16. september á Nordica

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvert stefnir Evrópa? Opinn fundur SA og SI föstudaginn 16. september á Nordica

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna til opins morgunverðarfundar föstudaginn 16. september á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-10.00. Efni fundarins er staða atvinnulífsins í Evrópu og hagvaxtarhorfur ásamt mögulegum áhrifum á íslenskt efnahagslíf.

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna til opins morgunverðarfundar föstudaginn 16. september á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-10.00. Efni fundarins er staða atvinnulífsins í Evrópu og hagvaxtarhorfur ásamt mögulegum áhrifum á íslenskt efnahagslíf. 

Aðalræðumaður verður Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu) en yfirskrift erindis hans er European Business Outlook.

BUSINESSEUROPE hefur á undanförnum misserum verið öflugur talsmaður aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, meiri hagvaxtar, að ný störf verði sköpuð og samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja verði aukin.

Þátttakendur í umræðum að loknu erindi de Buck eru Már Guðmundsson, seðlabankastjóri,

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður.

Tryggðu þér sæti strax og skráðu þátttöku hér:

SMELLTU TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Við hlökkum til að sjá þig.
Fundurinn fer fram á ensku.

BUSINESSEUROPE eru stærstu samtök sinnar tegundar í Evrópu og málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja sem flest eru lítil eða meðalstór.

Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 41 atvinnurekendasamtök frá 35 löndum, þar á meðal Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.

VEFUR BUSINESSEUROPE

Samtök atvinnulífsins