Efnahagsmál - 

02. febrúar 2006

Hvers virði er stöðugt verðlag?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvers virði er stöðugt verðlag?

Miðað við flest OECD ríki hefur verðbólga verið í efri kantinum á Íslandi undanfarin ár og hefur Seðlabanki Íslands verið nokkuð einn á báti með það verkefni að halda aftur af verðbólguþróuninni. Aðhald hefur ekki verið nægilegt í fjármálum ríkisins og sveitarfélögin hafa beinlínis kynt undir verðbólgu. Nauðsynlegt er að þarna verði breyting á. Litlar áhyggjur landsmanna af aukinni verðbólgu eru umhugsunarefni. Glatist traust á peningastefnu þá verður það ekki endurreist með áhlaupi. Deilt er um hvort verðbólga geti hugsanlega haft í för með sér tímabundna kosti til aukningar á efnahagsumsvifum, en skaðleg áhrif verðbólgu eru ótvíræð og ástæða til að rifja þau upp. Má þar nefna minni samkeppnishæfni fyrirtækja, rýrnun verðgildis peninga, óverðtryggðs sparnaðar og skulda, aukna óvissu sem torveldar áætlanagerð og samninga til langs tíma með tilheyrandi kostnaði og viðvarandi hættu á víxlhækkun verðlags og launa, öllum til tjóns. Vegna víðtækrar verðtryggingar og verðlagsviðmiða hér á landi birtast áhrifin af mikilli verðbólgu ekki síst í mikilli greiðslubyrði skuldsettra heimila og fyrirtækja af verðtryggðum lánum en e.t.v. síður í öðru formi.

Miðað við flest OECD ríki hefur verðbólga verið í efri kantinum á Íslandi undanfarin ár og hefur Seðlabanki Íslands verið nokkuð einn á báti með það verkefni að halda aftur af verðbólguþróuninni. Aðhald hefur ekki verið nægilegt í fjármálum ríkisins og sveitarfélögin hafa beinlínis kynt undir verðbólgu. Nauðsynlegt er að þarna verði breyting á. Litlar áhyggjur landsmanna af aukinni verðbólgu eru umhugsunarefni. Glatist traust á peningastefnu þá verður það ekki endurreist með áhlaupi. Deilt er um hvort verðbólga geti hugsanlega haft í för með sér tímabundna kosti til aukningar á efnahagsumsvifum, en skaðleg áhrif verðbólgu eru ótvíræð og ástæða til að rifja þau upp. Má þar nefna minni samkeppnishæfni fyrirtækja, rýrnun verðgildis peninga, óverðtryggðs sparnaðar og skulda, aukna óvissu sem torveldar áætlanagerð og samninga til langs tíma með tilheyrandi kostnaði og viðvarandi hættu á víxlhækkun verðlags og launa, öllum til tjóns. Vegna víðtækrar verðtryggingar og verðlagsviðmiða hér á landi birtast áhrifin af mikilli verðbólgu ekki síst í mikilli greiðslubyrði skuldsettra heimila og fyrirtækja af verðtryggðum lánum en e.t.v. síður í öðru formi.

Vegna langvarandi verðbólgu hér á landi á síðari hluta síðustu aldar voru ýmsar ráðstafanir gerðar til að auðvelda þjóðinni að búa við slíkt ástand, t.d. með víðtækri verðtryggingu fjárskuldbindinga og verðlagsviðmiðum á mörgum sviðum. Slíkar heimatilbúnar verðbólguleiðréttingar samræmast ekki skilvirku starfsumhverfi fyrirtækja á tímum alþjóðavæðingar og geta ekki komið í stað þess að ná verðbólgu varanlega niður á sama stig og í viðskiptalöndunum.


Hér á eftir verður fjallað um markmið um stöðugt verðlag, hvaða efnahagslega þýðingu það hefur, viðhorf hér á landi og erlendis til slíks markmiðs svo og um árangur þjóða sem markvisst hafa fylgt slíku markmiði við hagstjórn. Umfjöllunin er innan ramma gildandi fyrirkomulags hér á landi í gjaldeyris- og peningamálum og er ekki fjallað um þann möguleika að Ísland gerist beinn eða óbeinn þátttakandi í myntbandalagi Evrópusambandsríkja.

Verðbólgumarkmið hér frá 2001
Frá árinu 1993 hefur gengi íslensku krónunnar verið ákvarðað á millibankamarkaði með gjaldeyri. Framan af framfylgdi Seðlabankinn sveigjanlegri fastgengisstefnu miðað við gengisvísitöluna 115, með fráviki til hvorrar áttar sem var fyrst 2,25% en síðan 6% og 9%. Í mars 2001 varð grundvallarbreyting en þá var horfið frá fastgengisstefnu og ákveðið að höfuðmarkmið Seðlabankans yrði stöðugt verðlag. Er verðbólgumarkmiðið skilgreint sem hækkun neysluverðs um 2½% á 12 mánuðum, en þolmörk eru 1½% í hvora átt.

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var verðbólga margfalt hærri hér á landi en í öðrum OECD löndum sbr. meðfylgjandi mynd. Í kjölfar þjóðarsáttarsamninga á árinu 1990 náðist hins vegar betri árangur en áður við að draga úr verðbólgu. Verðstöðugleiki jókst einnig á sama tíma í flestum iðnríkjum heims.

Meðaltal verðbólgu í OECD feb 06

Verðbólgan í efri kantinum hér
Á eftirfarandi línuriti er litið nánar til þróunar mála frá árinu 1990. Verðbólga í OECD löndum lækkaði þá víðast hvar niður í 1-3%. Hér á landi náðist einnig góður árangur, sérstaklega til ársins 1998. Ísland hefur þó oftast verið í efri kanti þessarar þróunar. Verðbólguþrýstingur leiddi til þess að horfið var frá fastgengisstefnu í mars 2001 og verðbólgumarkmið tekið upp. Gengi krónunnar lækkaði þá talsvert fyrst í stað og varð verðbólga um tíma um helmingi meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum. Breytt peningastefna Seðlabankans tók að bera árangur á árinu 2002 og var 2,5% verðbólgumarkmiðinu náð í nóvember það ár. Hélst svo til vorsins 2004, er verðbólga tók að vaxa á ný. Það var þó ekki fyrr en í febrúar 2005 að efri þolmörk (4%) voru rofin. Síðastliðið sumar dró heldur úr verðhækkunum, en frá september sl. hefur verðbólga þó verið umfram efri þolmörk, á bilinu 4,1-4,8%.

Verðbólga í OECD feb 06

Þjóðin með litlar áhyggjur af verðbólgu
Með framangreinda þróun í huga fengu Samtök atvinnulífsins IMG Gallup til að gera könnun á því meðal þjóðarinnar hvort mikil verðbólga ylli áhyggjum. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að um 54% aðspurðra sögðu mikla verðbólgu valda sér mjög eða frekar miklum áhyggjum, en athygli vekur að um 37% höfðu litlar áhyggjur af mikilli verðbólgu og 9% sögðu bæði og eða í meðallagi. Gefur þetta tilefni til að fjalla um áhrif verðbólgu á efnahagslífið og markmið hagstjórnar í viðskiptalöndunum að þessu leyti.

Meðal innlendra og erlendra sérfræðinga viðurkenna sífellt fleiri mikilvægi verðstöðugleika fyrir farsælan árangur í efnahagsmálum. Hefur orðið vaxandi eining meðal erlendra seðlabanka, sérfræðinga, stjórnvalda og almennings að verðstöðugleiki sé helsta markmið peningastefnunnar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að bæði verðbólga og breytileiki hennar hafa lækkað með auknu sjálfstæði seðlabanka og áherslu á verðstöðugleika og hefur verðbólga í iðnríkjum og mörgum þróunarlöndum farið minnkandi undanfarin 15 ár eða svo.

Hugsanlega kostir við tímabundna verðbólgu"IS" style="FONT-SIZE: 12pt; FONT-FAMILY: 'Times New Roman'; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman'; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-GB; mso-bidi-language: AR-SA"> http://www.rbnz.govt.nz/research/2358803.pdf.

4)Sjá t.d. http://www.bankofcanada.ca/en/speeches/2003/sp03-16.html

Samtök atvinnulífsins