Efnahagsmál - 

16. Mars 2015

Hvernig er hægt að minnka vaxtamun á Íslandi?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvernig er hægt að minnka vaxtamun á Íslandi?

„Vaxtamunur er mikill á Íslandi og kjörin sem standa viðskiptavinum bankanna til boða eru ekki samkeppnishæf við það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Eðlilegt er að menn spyrji hverju sæti? Eru bankarnir of stórir fyrir íslenskt hagkerfi og hagnaður þeirra úr takti við það sem eðlilegt gæti talist eða eru aðrir þættir sem valda því að bankakerfið er kostnaðarsamt og kjörin eftir því?“ Þessum spurningum er varpað fram í nýrri umfjöllun efnahagssviðs SA.

„Vaxtamunur er mikill á Íslandi og kjörin sem standa viðskiptavinum bankanna til boða eru ekki samkeppnishæf við það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Eðlilegt er að menn spyrji hverju sæti? Eru bankarnir of stórir fyrir íslenskt hagkerfi og hagnaður þeirra úr takti við það sem eðlilegt gæti talist eða eru aðrir þættir sem valda því að bankakerfið er kostnaðarsamt og kjörin eftir því?“  Þessum spurningum er varpað fram í nýrri umfjöllun efnahagssviðs SA.

Þar segir m.a.:

„Hagnað bankakerfisins ber að skoða í samhengi við eigið fé en hagnaður bankanna án óreglulegra liða er sambærilegur við almenna kröfu á markaði. Íslensku bankarnir eru hvorki stórir í alþjóðlegum né sögulegum samanburði en án þess að taka afstöðu til þess hvort þeir eigi að minnka vitum við hversu mikið þeir geta minnkað. Stærstu viðskiptabankarnir þrír geta minnkað efnahagsreikning sinn um 6% en standi vilji til að minnka þá enn frekar þarf að breyta regluverkinu sem þeir starfa eftir. Á meðan að bankar starfa í skjóli loforðs um lausfjárstuðning Seðlabanka og teljast kerfislega mikilvægir er óvíst að vilji standi til þess.

Vaxtamunurinn er mikill og væri eftirsóknarvert að minnka hann. Kostnað í bankakerfinu þarf að minnka með frekari hagræðingu. Það er þó ekki við bankana eina að sakast því íþyngjandi regluverk og sértækar álögur sem lagðar hafa verið á þá skila sér í  auknum kostnaði. Þann kostnað bera viðskiptavinirnir, heimili og fyrirtæki, í formi lakari vaxtakjara. Sértæku skattarnir sem viðskiptabankarnir þrír greiddu fyrir á árinu 2014 eru ígildi um 15% af vaxtamuni bankanna en ef litið er framhjá áhrifum þeirra er vaxtamunur íslensku bankanna svipaður og vaxtamunur annarra norrænna banka.“

undefined

Umfjöllun efnahagssviðs SA má finna hér.

Samtök atvinnulífsins