Efnahagsmál - 

28. nóvember 2014

Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja

Greining

Greining

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja

Nánast hvergi á byggðu bóli er ríkið eins fyrirferðarmikið á bankamarkaði og á Íslandi en bankakerfið er nánast allt í eigu slitabúa annars vegar og ríkisins hinsvegar. Þetta kemur m.a. fram í nýrri greiningu efnahagssviðs SA sem kynnt var á SFF-deginum. Bankastofnanir eiga undir högg að sækja bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Lítil eftirspurn hefur haldið aftur af útlánavexti og þar að auki búa samkeppnisaðilar bankanna sem eru að stórum hluta erlendir eða opinberir aðilar við starfsskilyrði sem eru mjög ólík þeim sem bankarnir búa við.

Nánast hvergi á byggðu bóli er ríkið eins fyrirferðarmikið á bankamarkaði og á Íslandi en bankakerfið er nánast allt í eigu slitabúa annars vegar og ríkisins hinsvegar. Þetta kemur m.a. fram í nýrri greiningu efnahagssviðs SA sem kynnt var á SFF-deginum. Bankastofnanir eiga undir högg að sækja bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Lítil eftirspurn hefur haldið aftur af útlánavexti og þar að auki búa samkeppnisaðilar bankanna sem eru að stórum hluta erlendir eða opinberir aðilar við starfsskilyrði sem eru mjög ólík þeim sem bankarnir búa við.

undefined

Þrátt fyrir að vaxtamunur hafi farið lækkandi undanfarin ár er hann enn hár í alþjóðlegum samanburði. Mikinn vaxtamun íslensku bankanna má að einhverju leyti rekja til „sér-íslenskra“ aðstæðna, þ.e. smæðar landsins, fjármagnshafta og mikillar eiginfjárbindingar. Þó er ekki einungis við ytri þætti að sakast, bankarnir eru dýrir í rekstri og er kostnaður þeirra mikill samanborið við erlenda banka af svipaðri stærð.

Skatta- og gjaldaálögur á fjármálafyrirtæki hafa hækkað verulega og eru auknir skattar ígildi um fimmtungs af vaxtamuni bankanna í dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að auknar álögur hafi að mestu komið niður á arðsemi fjármálastofnanna þá mun það ekki gilda til langframa. Varanlegar álögur munu á endanum koma fram í auknum vaxtamun sem viðskiptavinir bera og draga úr saVista og Birtamkeppnishæfni innlendra fjármálafyrirtækja.

undefined

Slæmt rekstarumhverfi fjármálastofnanna kemur niður á skilvirkni þeirra og veldur því að fjármagn leitar í annan farveg. Að öðru óbreyttu fyrirséð að íslenskur útlánamarkaður muni taka breytingum á komandi árum.

Sjá nánar:

Hver borgar