1 MIN
Hver bakar þjóðarkökuna?
Tíu dögum fyrir Alþingiskosningar efna Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands til opins umræðufundar í Hörpu um atvinnulífið og stefnu flokkanna. Fundurinn fer fram í Norðurljósum, þriðjudaginn 18. október kl. 15-16.30.
Tíu dögum fyrir Alþingiskosningar efna Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands til opins umræðufundar í Hörpu um atvinnulífið og stefnu flokkanna. Fundurinn fer fram í Norðurljósum, þriðjudaginn 18. október kl. 15-16.30.
Leitað verður svara við lykilspurningum fyrir næsta kjörtímabil á 90 mínútum:
Hver er besta leiðin til að bæta lífskjör á Íslandi?
Hver á að borga kosningaloforðin?
Vilja flokkarnir hækka eða lækka skatta?
Hvernig er hægt að tryggja lága verðbólgu og lægri vexti á Íslandi?
Hvernig má auka kaupmátt fólks og tryggja gott starfsumhverfi fyrirtækja?
Þátt taka fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi eða hafa mælst með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum:
Umræðum stýrir Kristján Kristjánsson fréttamaður
Kaffi og með því frá kl. 14.30
Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á www.visir.is
Allir velkomnir - vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan.