Vinnumarkaður - 

25. September 2017

Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent á morgun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent á morgun

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í fjórða sinn þriðjudaginn 26. september í Hátíðarsal Háskóla Íslands á spennandi morgunfundi um jafnréttismál kl. 8.30-10. Þar verður bent á hagnýtar leiðir til að auka jafnrétti á vinnustöðum. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA.

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í fjórða sinn þriðjudaginn 26. september í Hátíðarsal Háskóla Íslands á spennandi morgunfundi um jafnréttismál kl. 8.30-10. Þar verður bent á hagnýtar leiðir til að auka jafnrétti á vinnustöðum. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA.

DAGSKRÁ

Jafnrétti hjá Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem fékk Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016

„Úr viðjum vanans – Eru fortíðardraugar sjávarútvegs að byrgja sýn?“
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS  

„Ára (kynja)jafnréttis og aðrar óáþreifanlegar hindranir á íslenskum vinnumarkaði“
Gyða Margrét Pétursdóttir, doktor í kynjafræði og dósent við Háskóla Íslands.

Ahending Hvatningarverðlauna jafnréttismála
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Fundarstjóri
Daði Már Kristófersson, forseti félagsvíndasviðs Háskóla Íslands.

Að verðlaununum standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið með þeim er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. 

Íslandsbanki, Orkuveita Reykjavíkur og Rio Tinto Alcan hafa áður hlotið verðlaunin. Myndin hér að ofan er frá afhendingu verðlaunanna 2016.

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins