Efnahagsmál - 

19. Oktober 2011

Hvar liggja mörkin í skattheimtu? Áhrif á fólk og fyrirtæki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvar liggja mörkin í skattheimtu? Áhrif á fólk og fyrirtæki

Föstudaginn 21. október efna Deloitte, Samtök fjárfesta, NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) og Samtök atvinnulífsins til opins morgunverðarfundar um skattamál. Hvar liggja mörkin í skattheimtu? Áhrif á fólk og fyrirtæki er yfirskrift fundarins.

Föstudaginn 21. október efna Deloitte, Samtök fjárfesta, NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) og Samtök atvinnulífsins til opins morgunverðarfundar um skattamál. Hvar liggja mörkin í skattheimtu? Áhrif á fólk og fyrirtæki er yfirskrift fundarins.

Frummælendur eru  Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland, Guðmundur Thorlacius Ragnarsson, lögfræðingur hjá Arion banka og Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte.

Fundarstjóri er Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar.

Fundurinn fer fram á Hótel Nordica (sal H-I á 2. hæð) kl. 8.30-10.00 og er öllum opinn.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Samtök atvinnulífsins