Samkeppnishæfni - 

12. september 2018

Hvaðan koma verðmætin?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvaðan koma verðmætin?

Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins.

Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins.

Nær öll okkar hagsæld stendur og fellur með því að þessum greinum farnist sem best. Þær standa undir stærstum hluta skatttekna ríkisins, skapa atvinnu og greiða laun. Í stað þess að gera lítið úr framlagi þeirra ætti fólk frekar að gera sér grein fyrir að þessar greinar eru í alþjóðlegri samkeppni. Því verri sem samkeppnishæfni þeirra er því minna skila þær til þjóðarbúsins og því verri verða lífskjör okkar.

Það er margt sem hefur áhrif á samkeppnishæfni sem við höfum litla eða enga stjórn á, eins og krónan og olíuverð. En þarna er líka margt sem við getum auðveldlega haft áhrif á, ef vilji er fyrir hendi. Þar má fyrst og fremst nefna skatta sem auka kostnað fyrirtækjanna. Þar er tryggingagjaldið sérstaklega íþyngjandi, fjármagnstekjuskattur sem tekur ekki tillit til verðbólgu og sérstakir skattar eins og veiðigjald og gistináttagjald. Þá er brýnt að fara í breytingar á samkeppnislögum svo þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulífinu.

Það væri áhugavert að heyra frá þeim, sem halda því fram að útflutningsgreinarnar skili engu, hvaðan þau haldi að verðmætin komi.

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 12. september 2018.

Samtök atvinnulífsins