Fréttir - 

03. Mars 2017

Hvað segir Google um Ísland?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvað segir Google um Ísland?

Á morgunverðarfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka atvinnulífsins, þriðjudaginn 7. mars kl. 8.30-10 Í Hörpu, verður kynntur til sögunnar sá Íslendingur sem þekkir hvað best til nýsköpunar tæknirisanna Google og Apple.

undefinedÁ morgunverðarfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka atvinnulífsins, þriðjudaginn 7. mars kl. 8.30-10 Í Hörpu, verður kynntur til sögunnar sá Íslendingur sem þekkir hvað best til nýsköpunar tæknirisanna Google og Apple.

Guðmundur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Google Assistant, mun lýsa því nýsköpunarumhverfi sem hann býr við hjá Google í Kísildalnum í Kaliforníu og hvað Íslendingar geta gert betur. Jafnframt rýnir hann í áskoranir Íslands gagnvart þeirri tæknibyltingu sem stendur yfir á sviði raddstýringar alls kyns tækja og tóla.

Leitað verður svara við eftirfarandi spurningum:

  • Hver eru helstu tækifærin í sölu og vöru á þjónustu með nýjustu tækni?
  • Er Ísland heppilegur prufumarkaður fyrir erlenda markaði?
  • Hvernig er hægt að kenna tölvum og tækjum að tala og skilja íslensku? 
  • Hvar stendur Ísland miðað við nágrannalöndin?
  • Hvað geta Íslendingar lært af Kísildalnum? 

undefined

Myndband um Google Assistant

Að loknu erindi Guðmundar ræða Ragnheiður H. Magnúsdóttir og Þorvarður Sveinsson um stöðuna á Íslandi og tækifærin framundan. Ragnheiður er formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs og formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja. Ragnheiður er einnig varaformaður Tækniþróunarsjóðs og er í framkvæmdateymi Marel (Business Manager Inside Sales). Þorvarður er yfirmaður stefnumótandi verkefna hjá Vodafone.

undefined

Guðmundur Hafsteinsson hefur unnið að þróun og innleiðingu tækninýjunga í Kísidalnum í Bandaríkjunum frá árinu 2005. Hann tók þátt í hönnun og innleiðingu á Google Maps fyrir farsíma, hann starfaði hjá tæknirisanum Apple sem hluti af hönnunarteymi gervigreindarforritsins Siri. Árið 2012, stofnaði Guðmundur sitt eigið fyrirtæki EMU sem notaði gervigreind til að skilja SMS-samtöl notenda. Árið 2014 keypti Google fyrirtækið af Guðmundi og hefur hann leitt viðskiptaþróun Google Assistant frá þeim tíma. Guðmundur er með MBA gráðu frá MIT og B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá HÍ.

Dæmi um raddstýringu Google á heimilinu

Verð kr. 2.900 með léttum morgunverði.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan – heitt á könnunni frá kl. 8.00.

undefined

SKRÁNING

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins