Efnahagsmál - 

13. desember 2010

Húsfyllir á fundi SA um atvinnumál (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Húsfyllir á fundi SA um atvinnumál (1)

Um 50 manns mættu til opins fundar Samtaka atvinnulífsins um atvinnumál sem fram fór að Mælifelli á Sauðárkróki síðastliðinn föstudag. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, ræddu m.a. um stöðu efnahagsmála, yfirstandandi kjaraviðræður og hvernig marka megi leiðina út úr kreppunni. Fjölbreyttur hópur fólks úr atvinnulífinu sótti fundinn en á honum kom skýrt fram að það sé algjört forgangsmál að skapa nýja sókn í atvinnumálum á traustum grunni svo fólk geti hækkað tekjur sínar og bætt lífskjörin.

Um 50 manns mættu til opins fundar Samtaka atvinnulífsins um atvinnumál sem fram fór að Mælifelli á Sauðárkróki síðastliðinn föstudag. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, ræddu m.a. um stöðu efnahagsmála, yfirstandandi kjaraviðræður og hvernig marka megi leiðina út úr kreppunni. Fjölbreyttur hópur fólks úr atvinnulífinu sótti fundinn en á honum kom skýrt fram að það sé algjört forgangsmál að skapa nýja sókn í atvinnumálum á traustum grunni svo fólk geti hækkað tekjur sínar og bætt lífskjörin.

Landsbyggðarfólk á leið úr landi
Í byrjun desember voru 14.250 manns á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar og brottflutningur fólks af landinu heldur áfram.  Á fyrstu níu mánuðum ársins voru brottfluttir umfram aðflutta 1.600 og þar af rúmlega 1.500 Íslendingar. Brottfluttir umfram aðflutta á landsbyggðinni voru tæplega 1.200 en 400 á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun þarf að snúa við en til þess að það takist þarf að skapa þær aðstæður að fyrirtæki bæði geti og vilji ráða fólk í vinnu. Mestu kjarabæturnar eru fólgnar í því að atvinnulaust fólk fái vinnu.

Frá fundi SA á Sauðárkróki 10. desember 2010

Rjúfa þarf vítahring atvinnuleysis og niðurskurðar
Óvissa um framtíðina veldur m.a. því að fyrirtæki halda að sér höndum varðandi fjárfestingar og ráðningar fólks en í máli formanns og framkvæmdastjóra SA kom skýrt fram að eyða megi óvissunni með því að gera kjarasamninga til þriggja ára, sem byggi á viðtæku samkomulagi aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnvalda hins vegar um nauðsynlegar aðgerðir sem varða starfsumhverfi fyrirtækjanna. Rjúfa þurfi vítahring atvinnuleysis og niðurskurðar.

Efla þarf útfluning
Á fundinum lýstu forsvarsmenn SA yfir áhyggjum af því að ekki sé meiri kraftur í útflutningi frá Íslandi þrátt fyrir hagstætt gengi krónunnar um þessar mundir. Lögðu þeir áherslu á að Íslendingar þurfi að fjárfesta í arðbærum útflutningsgreinum til að komast út úr kreppunni. Neysludrifinn hagvöxtur komi að litlum notum.

Fundurinn er liður í fundaröð SA um atvinnumálin sem nú stendur yfir. Nú þegar hafa SA efnt til opinna funda á Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Reyðarfirði auk Sauðárkróks. Umfjöllun um fyrri fundi má nálgast hér að neðan ásamt tengdu efni en fleiri fundir verða auglýstir á nýju ári.

Tengt efni:

Leiðari fréttabréfs SA í desember um stöðu kjaraviðræðna

Hagdeild SA: Staða efnahagsmála í desember 2010

Fyrri fundir í fundaröð SA um atvinnumál:

Fundur SA á Ísafirði 9. nóvember

 

Fundur SA á Akureyri 11. nóvember

 

Fundur SA á Húsavík 11. nóvember

 

Fundur SA á Reyðarfirði 12. nóvember

Samtök atvinnulífsins