Fréttir - 

28. maí 2015

Hús atvinnulífsins flytur í Vatnsmýrina

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hús atvinnulífsins flytur í Vatnsmýrina

Dagana 11. til 13. júní mun Hús atvinnulífsins flytja í Vatnsmýrina og reisa Tjald atvinnulífsins. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá um nauðsyn öflugs atvinnulífs til að fólk geti notið góðra lífskjara. Allt áhugafólk um atvinnulífið er velkomið í tjaldið en uppátækið er hluti af Fundi fólksins sem fram fer í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess.

Dagana 11. til 13. júní mun Hús atvinnulífsins flytja í Vatnsmýrina og reisa Tjald atvinnulífsins. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá um nauðsyn öflugs atvinnulífs til að fólk geti notið  góðra lífskjara. Allt áhugafólk um atvinnulífið er velkomið í tjaldið en uppátækið er hluti af Fundi fólksins sem fram fer í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. 

Um er að ræða þriggja daga líflega hátíð um samfélagsmál að norrænni fyrirmynd. Opin skoðanaskipti eru leiðarstefið en á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan- og utandyra. Dagskráin í Tjaldi atvinnulífsins verður birt á næstunni.

Þátttakendur í hátíðinni eru m.a.:

Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Frumtök, Samtök álframleiðenda, Litla Ísland, Almannaheill, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, ASÍ, Bandalag Íslenskra listamanna, Björt framtíð, Fjölmiðlanefnd, Framsóknarflokkurinn, Heimili og skóli, Landsbyggðarvinir, Landvernd, MND félagið, Norræna félagið, Píratar, Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Rauðikross Íslands, Reykjavíkurborg, Samband Íslenskra myndlistarmanna, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Slow food – Ísland, Starfsgreinasambandið, UNICEF og Vinstri hreyfingin grænt framboð.

Fundur fólksins er á Facebook 

 

Samtök atvinnulífsins