Efnahagsmál - 

29. Ágúst 2008

Hugmyndaþing SA á Hofsósi 5. september

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hugmyndaþing SA á Hofsósi 5. september

Samtök atvinnulífsins hvetja til aukins hagvaxtar um land allt og efna af því tilefni til hugmyndaþings á Hofsósi næstkomandi föstudag - 5. september frá kl. 14:00-16:30. Þingið fer fram í Vesturfarasetrinu en þar munu valinkunnir aðilar úr íslensku athafnalífi deila reynslu sinni af atvinnuuppbyggingu og draga upp mynd af framtíð atvinnulífs á landsbyggðinni. Þinginu stýrir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA en meðal þátttakenda eru Steinunn Jónsdóttir, athafnakona og Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi.

Samtök atvinnulífsins hvetja til aukins hagvaxtar um land allt og efna af því tilefni til hugmyndaþings á Hofsósi næstkomandi föstudag - 5. september frá kl. 14:00-16:30. Þingið fer fram í Vesturfarasetrinu en þar munu valinkunnir aðilar úr íslensku athafnalífi deila reynslu sinni af atvinnuuppbyggingu og draga upp mynd af framtíð atvinnulífs á landsbyggðinni. Þinginu stýrir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA en meðal þátttakenda eru Steinunn Jónsdóttir, athafnakona og Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi.

Aðrir þátttakendur eru Ólafur Sigmarsson, framkvæmdastjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, frumkvöðlarnir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson, Landnámssetrinu Borgarnesi og Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. Að afloknum erindum frummælenda fara fram umræður og fyrirspurnir.

Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA hér að neðan.

Vesturfarasetrið Hofsósi

Smellið hér til að skrá þátttöku

Dagskrá þingsins má nálgast hér (PDF) 

Sjá einnig:

Áherslur SA í atvinnu- og byggðarmálum frá mars 2008 (PDF)

Upplýsingar um Hofsós og Vesturfarasetrið

Samtök atvinnulífsins