03. maí 2022

Hringferð SA 2022: Fyrirtækin okkar og framtíðin

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hringferð SA 2022: Fyrirtækin okkar og framtíðin

Í maí fundum við með félagsfólki SA um allt land. Við ræðum efnahagsmálin, komandi kjaraviðræður og það sem þér finnst skipta máli.

Fundirnir verða tvískiptir. Í fyrri hluta fundanna förum við yfir efnahagsmálin og fáum innlegg félagsmanna í komandi kjaraviðræður. Auk þess verður vinna fulltrúaráðs SA í aðdraganda kjarasamninga kynnt.

Seinni hluti fundanna er í formi fræðslu á vegum sérfræðinga vinnumarkaðssviðs SA þar sem starfsmanna- og kjaramál verða rædd.

Skráning á fundina er hafin á SA.is og við vonumst til að sjá sem flesta.

Dagskrá hringferðarinnar:
5. maí -Borgarnes- Landnámssetrið
10. maí -Ísafjörður- Menningarmiðstöðin Edinborg
12. maí -Akureyri- Hótel KEA
17. maí -Vestmannaeyjar- Salur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja
18. maí -Selfoss- Hótel Selfoss
25. maí -Egilsstaðir- Icelandair Hótel Hamar
30. maí - Reykjanesbær - Park Inn by Radisson Keflavík
31. maí -Reykjavík- Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Samtök atvinnulífsins