Efnahagsmál - 

03. nóvember 2001

Hraða ber einkavæðingu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hraða ber einkavæðingu

Á ráðstefnu Hagfræðistofnunar um skattasamkeppni fjallaði Michael Walker frá Fraser Institute í Kanada um stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Í máli sínu lagði Walker m.a. áherslu á að Íslendingar væru skammt á veg komnir í einkavæðingu ríkisfyrirtækja og hvatti einkum til að hraðað yrði einkavæðingu fjármála- og fjarskiptafyrirtækja. Hann sagði miklar framfarir hafa átt sér stað undanfarin ár á sviði efnahagsmála, en varaði jafnframt við hækkun opinberra útgjalda. Hann sagði fyrirhugaðar skattabreytingar vera til þess fallnar að koma Íslandi í hóp þeirra ríkja þar sem skattaumhverfið væri atvinnulífinu hvað vinsamlegast, en alltaf mætti þó gera betur.

Á ráðstefnu Hagfræðistofnunar um skattasamkeppni fjallaði Michael Walker frá Fraser Institute í Kanada um stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Í máli sínu lagði Walker m.a. áherslu á að Íslendingar væru skammt á veg komnir í einkavæðingu ríkisfyrirtækja og hvatti einkum til að hraðað yrði einkavæðingu fjármála- og fjarskiptafyrirtækja. Hann sagði miklar framfarir hafa átt sér stað undanfarin ár á sviði efnahagsmála, en varaði jafnframt við hækkun opinberra útgjalda. Hann sagði fyrirhugaðar skattabreytingar vera til þess fallnar að koma Íslandi í hóp þeirra ríkja þar sem skattaumhverfið væri atvinnulífinu hvað vinsamlegast, en alltaf mætti þó gera betur.

Samtök atvinnulífsins