Efnahagsmál - 

07. febrúar 2003

Horfur á lækkun vaxta í Evrópu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Horfur á lækkun vaxta í Evrópu

Vextir fara áfram lækkandi í Evrópu. Í gær, fimmtudag, lækkaði breski seðlabankinn stýrivexti um 0,25% og eru þeir nú 3,75%. Að mati bankans eru horfur á að eftirspurn verði minni en talið hafði verið, jafnt heima fyrir sem á heimsvísu. Á fundi bankastjórnar evrópska seðlabankans í gær var ákveðið að breyta ekki vöxtum, en gefið í skyn að búast mætti við vaxtalækkun á næstunni. Wim Duisenberg, formaður bankastjórnarinnar, sagði líkur standa til að bankinn myndi endurskoða efnahagsspár sínar þar sem horfur í efnahagsmálum væru verri en talið hefði verið. Að mati bankamanna fólu orð hans í sér skýra vísbendingu um væntanlega vaxtalækkun.

Vextir fara áfram lækkandi í Evrópu. Í gær, fimmtudag, lækkaði breski seðlabankinn stýrivexti um 0,25% og eru þeir nú 3,75%. Að mati bankans eru horfur á að eftirspurn verði minni en talið hafði verið, jafnt heima fyrir sem á heimsvísu. Á fundi bankastjórnar evrópska seðlabankans í gær var ákveðið að breyta ekki vöxtum, en gefið í skyn að búast mætti við vaxtalækkun á næstunni. Wim Duisenberg, formaður bankastjórnarinnar, sagði líkur standa til að bankinn myndi endurskoða efnahagsspár sínar þar sem horfur í efnahagsmálum væru verri en talið hefði verið. Að mati bankamanna fólu orð hans í sér skýra vísbendingu um væntanlega vaxtalækkun.

Þá reikna bankamenn einnig með frekari lækkun stýrivaxta í Noregi, til viðbótar við 0,5% vaxtalækkun þar 22. janúar síðastliðinn, að því er fram kemur í rannsókn Deutsche Bank. Norski forsætisráðherrann lét þess nýlega getið að lægra gengi norsku krónunnar myndi efla samkeppnishæfni norsks atvinnulífs.

Myndi stuðla að hærra gengi krónunnar
Vaxtalækkanir í Evrópu myndu enn auka þann mikla vaxtamun sem þegar er til staðar milli Íslands og helstu viðskiptalanda og gæti stuðlað að frekari styrkingu á gengi krónunnar. Veruleg lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands er því mjög mikilvæg.

Samtök atvinnulífsins