Vinnumarkaður - 

22. september 2018

Hópferðabílstjórar, Efling og raunveruleikinn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hópferðabílstjórar, Efling og raunveruleikinn

Félagsfundur Eflingar og hópferðabílstjóra í vikunni var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þar kom fram að hugur væri í hópnum fyrir komandi kjaraviðræður og rétta þyrfti hlut hópferðabílstjóra. Undir það tók formaður Eflingar.

Félagsfundur Eflingar og hópferðabílstjóra í vikunni var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þar kom fram að hugur væri í hópnum fyrir komandi kjaraviðræður og rétta þyrfti hlut hópferðabílstjóra. Undir það tók formaður Eflingar.

Það má taka undir að hópferðabílstjórar bera mikla ábyrgð, sem staðfest er í launaröðun í kauptaxtakerfi Eflingar og SA þar sem þeim er raðað í hæsta umsamda launaflokk. Þá eru heildarlaun þeirra hærri en annarra innan félagsins, eins og lesa má út úr launatölfræði Hagstofu Íslands.

Heildarlaun þeirra voru að meðaltali 546 þús. kr. árið 2017, eða 11% hærri en meðalheildarlaun ósérhæfðs verkafólks (skv. Ísstarf flokkun Hagstofu) og 75% af meðalheildarlaunum starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Allar tölurnar miðast við starfsmenn í fullu starfi. Yfirvinnugreiðslur voru 25% af heildarlaunum þeirra sem svarar til að þeir hafi fengið greiddar 8 yfirvinnustundir á viku, en yfirvinnugreiðslur til þeirra hafa dregist saman undanfarin ár.

Vandinn er að þrjú stærstu rútufyrirtæki landsins skiluðu mörg hundruð miljóna króna tapi á árinu 2017 og árið 2018 verður sennilega lakara rekstrarár. Væntingar til næsta árs eru í besta falli hóflegar.

Spyr sá sem ekki skilur, hvað á að sækja hvert?

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21.9.2018

Samtök atvinnulífsins