Samkeppnishæfni - 

27. Apríl 2018

Hollráð um heilbrigða samkeppni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hollráð um heilbrigða samkeppni

Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Lögmannafélags Íslands hafa gefið út leiðbeiningar til fyrirtækja sem nefnast Hollráð um heilbrigða samkeppni. Markmiðið með útgáfu þeirra er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á helstu meginreglum samkeppnislaga.

Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Lögmannafélags Íslands hafa gefið út leiðbeiningar til fyrirtækja sem nefnast Hollráð um heilbrigða samkeppni. Markmiðið með útgáfu þeirra er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á helstu meginreglum samkeppnislaga.

Það er von útgefenda að leiðbeiningarnar hjálpi til við að skýra ýmis matskennd atriði í samkeppnislögum. Einnig að fyrirtæki tileinki sér samkeppnisréttaráætlanir í einhverri mynd í starfsemi sinni. Þannig má draga verulega úr hættu á árekstrum við samkeppnisreglur.

Leiðbeiningarnar má nálgast hér að neðan en sérstakur starfshópur vann þær. Formaður hópsins var Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, en auk hans skipuðu starfshópinn Bergþóra Halldórsdóttir, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins, Helga Melkorka Óttarsdóttir, meðeigandi og framkvæmdastjóri Logos, Hulda Árnadóttir, meðeigandi hjá LEX lögmannsstofu, Marta Guðrún Blöndal, lögmaður og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Hörður Felix Harðarson, meðeigandi hjá Mörkinni lögmannsstofu og Margrét Berg Sverrisdóttir, verkefnastjóri leiðbeininganna og lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.

Sjá nánar:

Hollráð um heilbrigða samkeppni (PDF)

Samtök atvinnulífsins