Efnahagsmál - 

18. Oktober 2010

Hóflegir kjarasamningar tryggi raunverulegar kjarabætur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hóflegir kjarasamningar tryggi raunverulegar kjarabætur

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, telur óskynsamlegt að hækka laun sérstaklega hjá fyrirtækjum í útflutningsgreinum vegna þess að gengi krónunnar sé lágt um þessar mundir. Samtök atvinnulífsins telji að gengi krónunnar þurfi að hækka og hóflegir kjarasamningar sem valdi lítilli verðbólgu muni stuðla að styrkingu krónunnar. Það komi öllum til góða.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, telur óskynsamlegt að hækka laun sérstaklega hjá fyrirtækjum í útflutningsgreinum vegna þess að gengi krónunnar sé lágt um þessar mundir. Samtök atvinnulífsins telji að gengi krónunnar þurfi að hækka og hóflegir kjarasamningar sem valdi lítilli  verðbólgu muni stuðla að styrkingu krónunnar. Það komi öllum til góða.

Rætt var við Vilhjálm í morgunfréttum RÚV í morgun. Þar sagði Vilhjálmur að þó svo að gengi krónunnar sé mjög lágt núna og staðan í útflutningsgreinunum góð þá muni það breytast. Hækkun launa í útflutningsgreinum kalli á launkahækkanir í öðrum greinum sem þær geti ekki staðið undir. Það sé í raun ávísun á verðbólgu og verri samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Það vilji Samtök atvinnulífsins reyna að forðast þannig að fólk fái raunverulegar kjarabætur í þeim hóflegu kjarasamningum sem SA sjái fyrir sér.

Sjá nánar:

Hlusta á frétt RÚV 18.10. 2010

Samtök atvinnulífsins