Vinnumarkaður - 

04. Janúar 2011

Hóflegar launabreytingar í OECD-ríkjunum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hóflegar launabreytingar í OECD-ríkjunum

Sú staðreynd er yfirleitt sniðgengin í umræðu um kjaramál að launabreytingar hafa verið margfalt meiri hér á landi en í nágranna- og viðskiptaríkjunum undanfarin ár og áratugi og átt sinn þátt í því að verðbólga hefur verið mun meiri og vextir hærri en annars staðar tíðkast. Á árabilinu 2005-2009 hækkuðu laun á Íslandi t.a.m. um 32% á sama tíma og þau hækkuðu um 10,6% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Aðeins í einu ríki OECD, Tyrklandi, hækkuðu laun meira á þessu tímabili.

Sú staðreynd er yfirleitt sniðgengin í umræðu um kjaramál að launabreytingar hafa verið margfalt meiri hér á landi en í nágranna- og viðskiptaríkjunum undanfarin ár og áratugi og átt sinn þátt í því að verðbólga hefur verið mun meiri og vextir hærri en annars staðar tíðkast. Á árabilinu 2005-2009 hækkuðu laun á Íslandi t.a.m. um 32% á sama tíma og þau hækkuðu um 10,6% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Aðeins í einu ríki OECD, Tyrklandi, hækkuðu laun meira á þessu tímabili.

Efnahags- og þróunarstofnunin (OECD) í París birtir reglulega yfirlit um launabreytingar í aðildarríkjunum. Einn mælikvarðinn er breyting tímakaups í iðnaði og er hann helst sambærilegur við launavísitöluna íslensku. (Heimild: OECD Main Economic Indicators.)

  

Vegið meðaltal launabreytinga meðal þeirra 26 ríkja sem þessar upplýsingar eru birtar um var 1,3% árið 2009. Í nokkrum ríkjum lækkaði tímakaup, t.d. í Japan, Portúgal, Kanada og Lúxemborg. Í Bandaríkjunum hækkaði tímakaup um 2,7%. Launabreytingar í stóru Evrópuríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi  voru á bilinu 1,7-2,1%. Á Norðurlöndunum voru þær nokkru meiri, eða 3,1% að meðaltali, og mestar í Noregi.

Á þessu ári hafa launabreytingar verið meiri að jafnaði en árið 2009 og er meðaltals hækkunin 2,9% það sem af er árinu og er þá miðað við upplýsingar á öðrum eða þriðja fjórðungi árisins. Launabreytingar eru sem fyrr mestar í Tyrklandi en svo virðist sem lækkanir sem urðu á tímakaupi í Japan, Kanada og Lúxemborg hafi gengið til baka sem skýrir óvenju miklar launabreytingar í þessum ríkjum. Í Bandaríkjunum hefur verulega hægt á launabreytingum og sama gildir um Norðurlöndin en launahækkanir þar hafa numið að meðaltali 2,1% á árinu, lægstar í Finnlandi, 1,4%, og hæstar í Danmörku, 2,5%. Stóru Evrópuríkin, Þýskaland og Frakkland, eru í svipuðum takti og áður með u.þ.b. 2% breytingar en í Bretlandi hafa breytingarnar þokast upp fyrir 3%.

Launabreytingar í OECD-ríkjunum 2010

SMELLTU TIL AÐ STÆKKA MYNDINA!

Samtök atvinnulífsins