Menntamál - 

16. nóvember 2011

Hleðslutækjahaldari líklegur til framleiðslu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hleðslutækjahaldari líklegur til framleiðslu

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, afhenti í gær verðlaun í fjórum flokkum Snilldarlausna Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, fyrir árið 2011. Samtök atvinnulífsins veittu sérstaka viðurkenningu fyrir þá hugmynd sem líklegust er til framleiðslu en um er að ræða hleðslutækjahaldara sem mun án efa einfalda líf margra. Það voru nemendur í Menntaskólanum á Akureyri sem áttu hugmyndina en frumgerðin er búin til úr skyrdós!

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, afhenti í gær verðlaun í fjórum flokkum Snilldarlausna Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, fyrir árið 2011. Samtök atvinnulífsins veittu sérstaka viðurkenningu fyrir þá hugmynd sem líklegust er til framleiðslu en um er að ræða hleðslutækjahaldara sem mun án efa einfalda líf margra. Það voru nemendur í Menntaskólanum á Akureyri sem áttu hugmyndina en frumgerðin er búin til úr skyrdós!

Nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja áttu Snilldarlausnina árið 2011, frumlegasta hugmyndin kom úr Menntaskólanum í Reykjavík og flottasta myndbandið kom úr Verzlunarskóla Íslands.

Verðlaunahafar í Snilldarlausnum Marel

Snilldarlausnir Marel fóru fram í þriðja sinn nú í haust í tengslum við Alþjóðlega athafnaviku sem nýsköpunar og frumkvöðlasetrið Innovit stendur fyrir.

Hátækni- og nýsköpunarfyrirtækið Marel hefur verið bakhjarl keppninnar frá upphafi en einnig hafa Samtök atvinnulífsins stutt keppnina með myndarlegum hætti frá upphafi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur einnig sýnt keppninni mikinn stuðning og veitt kærkomna aðstoð.

Framhaldsskólanemum er falið það hlutverk í Snilldarlausnum Marel að gera sem mest virði úr fyrirfram ákveðnum einföldum hlut. Áður hafa þessir einföldu hlutir verið herðatré og pappakassi en í ár var það dós sem lék aðalhlutverkið í keppninni.

Keppendum er gert að skila lausnum sínum inn í myndbandaformi og má horfa á verðlaunalausnirnar hér að neðan:

Líklegast til framleiðslu - sérstök viðurkenning SA


Tillaga: Hleðslutækjahaldari
Verðlaun: 50.000 kr.

Skóli: Menntaskólinn á Akureyri
Nöfn: Steinar Eyþór Valsson,  Agnes Eva Þórarinsdóttir, Harpa Lind Konráðsdóttir, Kolbrún Helga Hansen, Sigrún Helga Andrésdóttir.

Snilldarlausnin 2011

Tillaga: Náttborð
Verðlaun: 100.000 kr.
Skóli: Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Nöfn: Guðmundur Hermann Salbergsson, Sigurður Jón Sigmundsson, Jón Gunnar Sæmunsson, Haukur Örn Harðarsson.

Frumlegasta hugmyndin


Tillaga: Þakrennuviðgerð
Verðlaun: 50.000 kr.
Skóli: Menntaskólinn í Reykjavík
Nafn: Rebekka Jenný Reynisdóttir


Flottasta myndbandið

Tillaga: Dósastrengur
Verðlaun: 50.000 kr.
Skóli: Verzlunarskóli Íslands
Nöfn: Haukur Kristinsson og Árni Steinn Viggósson.

Nánari upplýsingar má finna á www.snilldarlausnir.is

Samtök atvinnulífsins