Efnahagsmál - 

10. maí 2010

Hlé á viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hlé á viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda

Ekkert hefur þokast í viðræðum á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um áframhaldandi samráð eftir að Samtökum atvinnulífsins var vísað frá stöðugleikasáttmálanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að ákveðið hafi verið að bíða með frekari fundahöld á meðan reynt sé að koma sjávarútvegsmálunum í einhvern farveg á nýjan leik. "Við þurfum að reyna að koma einhverri hreyfingu á sjávarútvegsmálin."

Ekkert hefur þokast í viðræðum á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um áframhaldandi samráð eftir að Samtökum atvinnulífsins var vísað frá stöðugleikasáttmálanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að ákveðið hafi verið að bíða með frekari fundahöld á meðan reynt sé að koma sjávarútvegsmálunum í einhvern farveg á nýjan leik.  "Við þurfum að reyna að koma einhverri hreyfingu á sjávarútvegsmálin."

Vilhjálmur segir slæmt að málið þvælist fyrir viðræðum um önnur mál í samskiptunum á vinnumarkaði og við stjórnvöld. Hann minnir á að ríkisstjórnin þurfi áreiðanlega að koma með einhverjum hætti að gerð næstu kjarasamninga í haust. Það styttist í það því kjarasamningarnir renna út í lok nóvember.

Í Viðskiptablaðinu sem kom út 29. apríl sagði Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, frá því að ákveðið hafi verið að huga að nýrri að nýrri endurreisnaráætlun fyrir efnahags- og atvinnulífið eftir að slitnaði upp úr stöðugleikasáttmálanum. Þar undirstrikaði Vilmundur að mikill vilji er innan Samtaka atvinnulífsins til að koma atvinnulífinu í gang á ný.

Samtök atvinnulífsins