Fréttir - 

09. júlí 2003

Hert barátta gegn svartri atvinnustarfsemi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hert barátta gegn svartri atvinnustarfsemi

Ítölsk stjórnvöld kynna þessa dagana áherslur sínar næsta hálfa árið í forsæti ráðherraráðs ESB. Á heimasíðu ítalska forsætisins er á félagsmálasviðinu lögð megin áhersla á aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði. Þá kemur m.a. fram ásetningur um að draga úr umsvifum neðanjarðar-hagkerfisins og svartri atvinnustarfsemi innan ESB. Þessu markmiði á meðal annars að ná með aukinni umræðu um vandann og kynningu á mögulegum lausnum, en framkvæmdastjórn ESB vinnur að gerð skýrslu um málið þar sem m.a. mun vera horft til hvetjandi aðgerða á sviði skattheimtu.

Ítölsk stjórnvöld kynna þessa dagana áherslur sínar næsta hálfa árið í forsæti ráðherraráðs ESB. Á heimasíðu ítalska forsætisins er á félagsmálasviðinu lögð megin áhersla á aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði. Þá kemur m.a. fram ásetningur um að draga úr umsvifum neðanjarðar-hagkerfisins og svartri atvinnustarfsemi innan ESB. Þessu markmiði á meðal annars að ná með aukinni umræðu um vandann og kynningu á mögulegum lausnum, en framkvæmdastjórn ESB vinnur að gerð skýrslu um málið þar sem m.a. mun vera horft til hvetjandi aðgerða á sviði skattheimtu.

Að auki hyggjast Ítalir m.a. skoða gaumgæfilega áhrif væntanlegrar stækkunar ESB á evrópskan vinnumarkað og leggja áherslu á hlutverk fjölskyldunnar í bættum samskiptum og aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Sjá nánar á heimasíðu ítalska forsætisins í ESB.

Samtök atvinnulífsins