„Héraðaframleiðsla“ ESB: fjögur þýsk á topp tíu
Eurostat, tölfræðistofnun ESB, hefur gefið út samanburð á
meðalframleiðslu hinna 211 héraða ESB á hvern íbúa fyrir árið 1998.
Framleiðsla héraðanna er mæld á sama hátt og þjóðarframleiðsla
ríkja og samkvæmt kaupmáttarjafnvægi. Efst trónir miðborg Lundúna
þar sem framleiðslan á hvern íbúa mælist 243% af meðaltali ESB, í
öðru sæti er Hamborg með 186% og í því þriðja er Lúxemborg með
176%. Fjögur þýsk héruð eru á meðal þeirra tíu efstu, en fimm grísk
á meðal þeirra tíu lægstu, þar af er Ipeiros lægst allra með 42%.
Alls mældust átta héruð með meira en 150% af meðaltali ESB, en 46
með minna en 75% af ESB-meðaltalinu, þar af ellefu af grísku
héruðunum þrettán.
Sjá nánar á vef Eurostat.