Efnahagsmál - 

23. janúar 2009

Hendur atvinnulífsins eru bundnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hendur atvinnulífsins eru bundnar

Ekkert fyrirtæki getur þrifist í starfsumhverfi þar sem stýrivextir eru 18% og útlánsvextir banka á bilinu 20-30%. Þetta kom fram á fjölmennum fundi stjórnenda í atvinnulífinu á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að lækka verði stýrivexti strax í 12% og síðan mjög hratt í kjölfarið. Æskilegt sé að þeir stýrivextir verði ekki nema 2-3% yfir því sem gerist á evrusvæðinu innan 12 mánaða. Með 18% stýrivexti sé viðbúið að fjöldi fólks og fyrirtækja lendi í þroti og ekki síður hinir nýju ríkisbankar. Rekstrarform þeirra gangi ekki upp og hið háa vaxtastig geti á endanum leitt til falls þeirra.

Ekkert fyrirtæki getur þrifist í starfsumhverfi þar sem stýrivextir eru 18% og útlánsvextir banka á bilinu 20-30%. Þetta kom fram á fjölmennum fundi stjórnenda í atvinnulífinu á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að lækka verði stýrivexti strax í 12% og síðan mjög hratt í kjölfarið. Æskilegt sé að þeir stýrivextir verði ekki nema 2-3% yfir því sem gerist á evrusvæðinu innan 12 mánaða. Með 18% stýrivexti sé viðbúið að fjöldi fólks og fyrirtækja lendi í þroti og ekki síður hinir nýju ríkisbankar. Rekstrarform þeirra gangi ekki upp og hið háa vaxtastig geti á endanum leitt til falls þeirra.

Boðað var til fundarins til að kynna stjórnendum nýja atvinnustefnu SA sem kom út í gær undir yfirskriftinni Hagsýn, framsýn og áræðin atvinnustefna. Stefnan verður kynnt opnum fundum á landsbyggðinni á mánudag og þriðjudag og einnig munu starfsmenn SA halda vinnustaðafundi í samstarfi við félagsmenn sína þar sem starfsfólki fyrirtækjanna verður kynnt sýn SA á það hvernig lágmarka skuli þann skaða sem orðið hefur og byggja upp nýja framfarasókn. 

Atvinnustefna SA kynnt stjórnendum 23. janúar

SA leggja á það áherslu að 20.000 ný störf verði sköpuð til ársins 2015 auk þess að vinna til baka þau störf sem hafa tapast. Til þess að svo megi verða þarf hins vegar að bæta fljótt og örugglega starfsumhverfi fyrirtækja - m.a. að lækka hina háu vexti.

Lækka verður stýrivexti strax

Félagsmenn SA hafi samband við Hörð Vilberg, hordur@sa.is, hafi þeir áhuga á því að fá fulltrúa SA í heimsókn.

Sjá nánar:

Yfirlit yfir fundi SA

Hagsýn, framsýn og áræðin atvinnustefna (PDF)

Samtök atvinnulífsins