Efnahagsmál - 

02. Mars 2001

Helmings hækkun kaupmáttar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Helmings hækkun kaupmáttar

Í kjarasamningum ársins 1997 kom til sögunnar nýtt launahugtak sem nefnist lágmarkstekjur fyrir fullt starf. Þessi lágmarkstekjutrygging er töluvert hærri en lægsti umsamdi launataxti. Á samningstímabilinu 1997 til febrúar 2000 nam þessi tekjutrygging 70.000 kr. á mánuði en í gildandi samningum nemur hún 85.000 kr. á þessu ári og 90.000 kr. á því næsta. Sé lágmarkstekjutryggingin notuð sem mælikvarði á lágmarkslaun þá er kaupmáttur lágmarkslauna helmingi meiri en fyrir hálfum áratug síðan og verður tæplega 60% hærri á næsta ári. Nánar er fjallað um þróun kaupmáttar lágmarkslauna, og þá aðallega út frá þróun lægsta umsamda taxta, í fréttinni Kaupmáttur lágmarkslauna aldrei hærri á fréttasíðu SA.

Í kjarasamningum ársins 1997 kom til sögunnar nýtt launahugtak sem nefnist lágmarkstekjur fyrir fullt starf.  Þessi lágmarkstekjutrygging er töluvert hærri en lægsti umsamdi launataxti.  Á samningstímabilinu 1997 til febrúar 2000 nam þessi tekjutrygging 70.000 kr. á mánuði en í gildandi samningum nemur hún 85.000 kr. á þessu ári og 90.000 kr. á því næsta.  Sé lágmarkstekjutryggingin notuð sem mælikvarði á lágmarkslaun þá er kaupmáttur lágmarkslauna helmingi meiri en fyrir hálfum áratug síðan og verður tæplega 60% hærri á næsta ári. Nánar er fjallað um þróun kaupmáttar lágmarkslauna, og þá aðallega út frá þróun lægsta umsamda taxta, í fréttinni Kaupmáttur lágmarkslauna aldrei hærri á fréttasíðu SA.

Samtök atvinnulífsins