Fréttir - 

16. Júní 2020

Helga Árnadóttir kjörin varaformaður SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Helga Árnadóttir kjörin varaformaður SA

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, var kjörin varaformaður Samtaka atvinnulífsins á stjórnarfundi SA í dag. Þá var framkvæmdastjórn SA einnig kjörin á fundinum, líkt og venjan er á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund ár hvert.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, var kjörin varaformaður Samtaka atvinnulífsins á stjórnarfundi SA í dag. Þá var framkvæmdastjórn SA einnig kjörin á fundinum, líkt og venjan er á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund ár hvert.

Framkvæmdastjórnin er skipuð formanni, Eyjólfi Árna Rafnssyni, og varaformanni ásamt sex mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna.

Framkvæmdastjórn stýrir starfsemi SA í samræmi við stefnumörkun stjórnar og aðalfundar. 

Framkvæmdastjórn SA starfsárið 2020-2021 skipa:

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður
Árni Sigurjónsson
Bjarnheiður Hallsdóttir
Helga Árnadóttir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Jón Ólafur Halldórsson
Lilja Björk Einarsdóttir og
Sigurður R. Ragnarsson

Samtök atvinnulífsins