Vinnumarkaður - 

03. Apríl 2002

Heilsugæslulæknum skylt að gefa út vottorð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Heilsugæslulæknum skylt að gefa út vottorð

Lögfræðingar SA og ASÍ eru sammála um að heilsugæslulæknum beri samkvæmt lögum að gefa út læknisvottorð, en heilsugæslulæknar neita nú að gefa út læknisvottorð til atvinnurekenda og fleiri í kjölfar úrskurðar kjaranefndar á dögunum. Samkvæmt úrskurðinum telst vinna heilsugæslulækna við útgáfu læknisvottorða hluti af aðalstarfi þeirra og er þeim því ekki heimilt að taka sérstaka þóknun fyrir þau umfram það sem kjaranefnd ákveður.

Lögfræðingar SA og ASÍ eru sammála um að heilsugæslulæknum beri samkvæmt lögum að gefa út læknisvottorð, en heilsugæslulæknar neita nú að gefa út læknisvottorð til atvinnurekenda og fleiri í kjölfar úrskurðar kjaranefndar á dögunum. Samkvæmt úrskurðinum telst vinna heilsugæslulækna við útgáfu læknisvottorða hluti af aðalstarfi þeirra og er þeim því ekki heimilt að taka sérstaka þóknun fyrir þau umfram það sem kjaranefnd ákveður.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í dag kom fram sú sameiginlega afstaða lögfræðinga SA og ASÍ að heilsugæslulæknum beri samkvæmt lögum að gefa út læknisvottorð, þeir geti ekki einhliða lagt niður þjónustu sem bundin sé í lög. Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur SA, sagði í samtali við RÚV að atvinnurekendur létu fólk ekki gjalda þess ef það gæti sannanlega ekki fengið læknisvottorð. Þá sagði hún að ekki yrði séð að venjuleg vinnuveitendavottorð útheimtu mikla vinnu, heldur væri útgáfa þeirra fólgin í að setja einn til þrjá krossa á blað og skrifa síðan undir. Mjög erfitt væri því að skilja að vinna þyrfti vottorðin í yfirvinnu.

Samtök atvinnulífsins