Vinnumarkaður - 

26. október 2001

Heildarsamtök geta sótt mál vegna hagsmuna manna innan aðildarfélaga sinna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Heildarsamtök geta sótt mál vegna hagsmuna manna innan aðildarfélaga sinna

Með dómi Hæstaréttar þann 25.október í máli ASÍ gegn íslenska ríkinu, nr. 277/2001, um lögmæti lagasetningar um kjaramál fiskimanna á liðnu vori var staðfest að hagsmunir manna innan viðkomandi stéttarfélaga gætu færst áfram í hendur ASÍ. Með því er fengin viðurkenning á því að heildarsamtök á borð við SA geti átt aðild að máli um hagsmuni ótiltekinna félagsmanna sinna enda sé nægileg stoð fyrir slíkri hagsmunagæslu í lögum samtakanna. Að gera dómkröfur sem lúta að réttindum og skyldum nafngreindra stéttarfélaga var á hinn bóginn talið vera í andstöðu við sömu reglur. Vegna þess og annmarka á kröfugerð var málinu vísað frá héraðsdómi. Sjá nánar á heimasíðu Hæstaréttar.

Með dómi Hæstaréttar þann 25.október í máli ASÍ gegn íslenska ríkinu, nr. 277/2001, um lögmæti lagasetningar um kjaramál fiskimanna á liðnu vori var staðfest að hagsmunir manna innan viðkomandi stéttarfélaga gætu færst áfram í hendur ASÍ.    Með því er fengin viðurkenning á því að heildarsamtök á borð við SA geti átt aðild að máli um hagsmuni ótiltekinna félagsmanna sinna enda sé nægileg stoð fyrir slíkri hagsmunagæslu í lögum samtakanna. Að gera dómkröfur sem lúta að réttindum og skyldum nafngreindra stéttarfélaga var á hinn bóginn talið vera í andstöðu við sömu reglur.  Vegna þess og annmarka á kröfugerð var málinu vísað frá héraðsdómi.  Sjá nánar á heimasíðu Hæstaréttar.

Samtök atvinnulífsins