Efnahagsmál - 

24. Júní 2013

Heildarhagsmunir ráði för við úrlausn skuldavanda

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Heildarhagsmunir ráði för við úrlausn skuldavanda

Samtök atvinnulífsins hafa skilning á aðgerðum til að koma til móts við skuldavanda heimila, einkum hjá þeim sem verst eru settir. SA hafa þó áhyggjur af því að stórfelld almenn niðurfærsla skulda eins og rætt er um á Alþingi muni hafa víðtæk neikvæð áhrif á efnahagslífið, auka verðbólgu, veikja gengi krónunnar og stuðla að hærri vöxtum. Almenn skuldaniðurfærsla muni því í raun skapa fleiri vandamál en hún leysir og viðhalda um leið óstöðugu efnahagslífi sem Íslendingar hafa allt of lengi búið við. Sagan sýnir að sveiflur í íslensku efnahagslífi eru mun öfgafyllri en meðal annarra þrjóða en við því má bregðast.

Samtök atvinnulífsins hafa skilning á aðgerðum til að koma til móts við skuldavanda heimila, einkum hjá þeim sem verst eru settir. SA hafa þó áhyggjur af því að stórfelld almenn niðurfærsla skulda eins og rætt er um á Alþingi muni hafa víðtæk neikvæð áhrif á efnahagslífið, auka verðbólgu, veikja gengi krónunnar og stuðla að hærri vöxtum. Almenn skuldaniðurfærsla muni því í raun skapa fleiri vandamál en hún leysir og viðhalda um leið óstöðugu efnahagslífi sem Íslendingar hafa allt of lengi búið við. Sagan sýnir að sveiflur í íslensku efnahagslífi eru mun öfgafyllri en meðal annarra þrjóða en við því má bregðast.

Efnahagslegur óstöðugleiki hefur kostað heimili og fyrirtæki háar fjárhæðir á lýðveldistímanum en besta búbót íslenskra heimila er fólgin í að koma á efnahagslegum stöðugleika til langs tíma. Þar með væri hægt að lækka verðbólgu og vexti og samhliða auka kaupmátt launa.

Takist ekki að koma á stöðugleika í efnahagslífi Íslendinga verður afnám gjaldeyrishafta enn fjarlægara en ella og staða ríkisjóðs mun versna verulega. Uppbygging atvinnulífsins mun tefjast, ný störf munu ekki verða til í nægilega ríkum mæli og lífskjör verða síðri en í nágrannalöndum okkar.

Þetta kemur m.a. fram í umsögn SA Samtök atvinnulífsins hafa sent Alþingi umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir vegna skuldavanda heimila.

Umsögnina má nálgast hér  að neðan:

Umsögn SA til efnahags- og viðskiptanefndar, 21. júní 2013

Tengt efni:

Frétt RÚV 24.6. 2013 - smelltu til að horfa

Umfjöllun Fréttablaðsins 25.6. 2013

Samtök atvinnulífsins