Efnahagsmál - 

17. mars 2006

Hátækni og stóriðja ekki andstæður

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hátækni og stóriðja ekki andstæður

Mistök í sameiginlegri hagstjórn ríkis, sveitarfélaga og Seðlabanka eiga stærstan þátt í þeim vanda sem samkeppnis- og útflutningsgreinarnar eiga við að etja. Því er rangt að stilla hátækni og stóriðju upp sem andstæðum eins og borið hefur á undanfarið, segir í ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins. Í ályktuninni er m.a. fjallað um kosti einkarekstrar, stofnun sameinaðs atvinnuvegaráðuneytis og nauðsyn endurskoðunar á stoðkerfi atvinnulífsins. Þá segir að halda beri áfram að efla Nýsköpunarsjóð og auka sjálfstæði hans undir stjórn atvinnulífsins, en lagst er gegn öllum hugmyndum um að leggja sjóðinn undir nýja ríkisstofnun. Sjá ályktunina á vef SI.

Mistök í sameiginlegri hagstjórn ríkis, sveitarfélaga og Seðlabanka eiga stærstan þátt í þeim vanda sem samkeppnis- og útflutningsgreinarnar eiga við að etja. Því er rangt að stilla hátækni og stóriðju upp sem andstæðum eins og borið hefur á undanfarið, segir í ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins. Í ályktuninni er m.a. fjallað um kosti einkarekstrar, stofnun sameinaðs atvinnuvegaráðuneytis og nauðsyn endurskoðunar á stoðkerfi atvinnulífsins. Þá segir að halda beri áfram að efla Nýsköpunarsjóð og auka sjálfstæði hans undir stjórn atvinnulífsins, en lagst er gegn öllum hugmyndum um að leggja sjóðinn undir nýja ríkisstofnun. Sjá ályktunina á vef SI.

Samtök atvinnulífsins