14. Maí 2022

Halda á fund stórfyrirtækja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Halda á fund stórfyrirtækja

Íslensk sendinefnd heldur í næstu viku á fund stórfyrirtækja sem sérhæfa sig í tækniiðnaði í þeirri von að koma íslenska tungumálinu að í tækni fyrirtækjanna.

Sendinefndin, sem samanstendur af forseta Íslands, menningarmálaráðherra, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og fulltrúum Almannaróms , mun m.a. heimsækja Apple, Microsoft, Amazon og Meta, sem rekur Facebook og Instagram.

Tilgangur ferðarinnar er að tala máli íslenskunnar og höfða til fyrirtækjanna um að íslenska verði gerð hluti af hugbúnaði og raddtækni fyrirtækjanna og að radd-aðstoðarmenn þeirra, t.d. Siri, Cortana og Alexa, skilji og geti talað íslensku. Þetta er bæði mikilvægt til að standa vörð um íslenska tungu í stafrænum heimi en ekki síður mikilvægt fyrir fólk sem hefur t.d. sjónskerðingu og treystir á stafræna aðstoð.

Almannarómur er óháð sjálfseignarstofnun, stofnuð af Samtökum atvinnulífsins ásamt fjölda íslenskra fyrirtækja árið 2014 í þeim tilgangi að tryggja að máltæknilausnir verði smíðaðar fyrir íslensku og að íslenska eigi sinn sess í stafrænum heimi. Frá 2019 hefur það að framfylgja máltækniáætlun samkvæmt samningi við menningarmálaráðuneytið verið stærsta verkefni Almannaróms. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og velgjörðarsendiherra tungumála hjá Unesco eru verndarar Almannaróms.

Samtök atvinnulífsins